„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2021 22:00 Allir fara í kynjafræði í Borgó, nema listnemar. Kynjafræðikennari telur þó að pressan á brautina að gera fagið að skyldu sé að verða sífellt meiri. Vísir/Vilhelm Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30