Blinken fundar með Guðna, Katrínu og Guðlaugi Þór Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2021 09:05 Blinken og Guðlaugur Þór hittust klukkan 10 í Hörpu. Blaðamannafundur þeirra er klukkan 11:20 og verður í beinni á Vísi. Vísir/Vilhelm Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi. Blinken mun síðan funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra klukkan eitt og klukkutíma síðar hittir hann Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Að þeim fundi loknum fara þeir Blinken og Guðlaugur Þór í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem ráðherrann bandaríski fær kynningu á Carbfix-verkefninu. Vísir/Vilhelm Blinken og föruneyti hans kom til landsins í gærkvöldi, en hann sækir Ísland heim í tengslum við fund Norðurskautsráðsins sem haldinn er í Reykjavík. Fundurinn hefst á morgun og markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Vegna kórónuveirufaraldursins er fundurinn haldinn með breyttu sniði að þessu sinn og þátttaka takmörkuð við utanríkisráðherra norðurskautsríkjanna átta, auk ráðherra Færeyja og Grænlands, og samtök frumbyggja. Aðrir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Vísir/Vilhelm Fundurinn hefst með vinnukvöldverði utanríkisráðherranna átta annað kvöld og daginn eftir fer svo eiginlegur fundur þeirra fram. „Þar er búist við að ráðherrayfirlýsing ráðsins verði samþykkt, svonefnd Reykjavíkuryfirlýsing, auk stefnu ráðsins til næstu tíu ára. Á fundinum afhendir svo Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands formennskukeflið en Rússar taka nú við formennsku í ráðinu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Vísir/Vilhelm Fréttin var uppfærð klukkan 10 með mynd af Guðlaugi Þór og Blinken, þegar þeir hittust klukkan 10. Íslandsvinir Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. 17. maí 2021 19:44 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Blinken mun síðan funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra klukkan eitt og klukkutíma síðar hittir hann Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Að þeim fundi loknum fara þeir Blinken og Guðlaugur Þór í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem ráðherrann bandaríski fær kynningu á Carbfix-verkefninu. Vísir/Vilhelm Blinken og föruneyti hans kom til landsins í gærkvöldi, en hann sækir Ísland heim í tengslum við fund Norðurskautsráðsins sem haldinn er í Reykjavík. Fundurinn hefst á morgun og markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Vegna kórónuveirufaraldursins er fundurinn haldinn með breyttu sniði að þessu sinn og þátttaka takmörkuð við utanríkisráðherra norðurskautsríkjanna átta, auk ráðherra Færeyja og Grænlands, og samtök frumbyggja. Aðrir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Vísir/Vilhelm Fundurinn hefst með vinnukvöldverði utanríkisráðherranna átta annað kvöld og daginn eftir fer svo eiginlegur fundur þeirra fram. „Þar er búist við að ráðherrayfirlýsing ráðsins verði samþykkt, svonefnd Reykjavíkuryfirlýsing, auk stefnu ráðsins til næstu tíu ára. Á fundinum afhendir svo Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands formennskukeflið en Rússar taka nú við formennsku í ráðinu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Vísir/Vilhelm Fréttin var uppfærð klukkan 10 með mynd af Guðlaugi Þór og Blinken, þegar þeir hittust klukkan 10.
Íslandsvinir Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. 17. maí 2021 19:44 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. 17. maí 2021 19:44