Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2021 13:07 Drífa Snædal og Birgir Jónsson ræddu málin í þættinum Sprengisandi í morgun. VÍSIR Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. Forsaga málsins er sú að ASÍ hefur hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem forsetinn heldur því fram að félagið bjóði starfsmönnum óboðleg kjör. Birgir segir að með þessu sé Drífa að misbeita valdi sínu gróflega. „Drífa hefur einhvern stóran rauðan takka á borðinu sem er bara svona „gereyðingarhnappur“ og það er bara ýtt á hann og allir fjárfestar landsins, allir launamenn landsins, öll íslensk alþýða er bara hvött til að sniðganga þessa þrælakistu og það hefur ekkert samtal átt sér stað. Þetta er bara óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í Sprengisandi í morgun. Drífa bregst við þessum ummælum. „Þeir buðu okkur til fundar í fyrra og ég ákvað að hitta þetta félag, ÍFF, í staðinn og ég verð að segja að það vakti fleiri spurningar hjá mér en svör. Sá fundur. Síðan erum við búin að vera að bíða eftir að sjá þennan samning og það er svosem ekkert samtal til grundvallar nema við sjáum þennan samning,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Bætir hún við að ÍFF hafi ekki viljað sýna þeim samninginn á sínum tíma. Samninginn fengu þau svo í síðustu viku. „Það er tvennt i þessu. Í fyrsta lagi eru þessi laun lægstu laun sem við höfum séð. Grunnlaunin eru 266 þúsund og fimm hundruð krónur. Af þessum grunnlaunum er allt annað metið hvort sem það eru lífeyrisgreiðslur eða réttindi til fæðingarorlofs eða veikindi,“ segir Drífa. Birgir skýtur inn í og segir þetta rangt. „Síðan er annað mál. Það er þetta félag sem er ÍFF. Hér sitjum við, ég og Birgir og það vantar þetta félag. Ég held að allir fjölmiðlamenn landsins hafi verið að reyna að ná í þetta félag undanfarna daga til að spyrja út í þennan samning. Þeir einu sem eru tilbúnir til þess að svara fyrir þennan samning eru Play,“ segir Drífa sem veltir því fyrir sér hverjir séu í forsvari fyrir félagið. Þræta um lægstu laun Icelandair Birgir segist ekki hafa séð samning Icelandair en hefur það eftir Viðskiptablaðinu að lægstu laun Icelandair séu rúmar 210 þúsund krónur. Drífa segir það rangt og að lægstu laun þar séu rúmar 307 þúsund krónur. „Ég hef ekki séð samninginn. Það sem við gerum Drífa er að við tryggjum sölutryggingu og tryggjum ákveðnar greiðslur þannig að grunnlaun þess nýja starfsmanns eru 350 þúsund krónur. Af þessum launum er allt greitt. Allir skattar, lífeyrissjóðir, ef viðkomandi fer í veikindaleyfi þá er þetta lægsti taxtinn sem hann dettur niður á. Þetta er búið að margskoða af þremur lögfræðistofum og sérfræðingum í málum,“ sagði Birgir. Er það þannig að þið ætlið að greiða lífeyrissjóðsgreiðslur af 350 þúsund krónum, ég ætla að fá það staðfest? „Nei Drífa, ég sit ekki hérna í einhverjum kjaraviðræðum við þig,“ segir Birgir og segir Drífa þá að hún vilji að almenningur fái að vita þetta. „Almenningur á að fá að vita það að þegar forseti ASÍ ákveður að kalla út herdeild íslenskra launþega til þess að sniðganga einkafyrirtæki sem er að hefja rekstur, þá á að eiga sér stað eitthvað samtal áður en að það er gert,“ sagði Birgir og ítrekar Drífa að almenningur eigi rétt á að fá að vita á hvaða kjörum félagið sé að bjóða í „vægast sagt vafasömum samningum við launafólk.“ Segir Birgi ekki fá að ráða því hverjir mæta til fundar fyrir hönd ASÍ Birgir segir ákveðna ferla í kjaraviðræðum. „Það gengur ekki að ein stærstu og virtustu samtök landsins taki bara upp stóra sverðið, haldi því að hálsi einhvers fyrirtækis og neyði það inn í eitthvert umhverfi sem þið eruð búin að ákveða að sé hið gullna snið, sem er kjarasamningur Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands,“ segir Birgir og spyr hvers vegna ASÍ vilji ekki hittast á fundi og ræða málin frekar en að ræða málin í fjölmiðlum. Drífa segir að vilji hafi verið til að hittast með kjarasamning á borðinu. „Við skulum alveg hafa það á hreinu Birgir að þú ræður því ekki hverjir mæta til fundar fyrir hönd ASÍ. Þarna ætluðum við að fá okkar helstu sérfræðinga í kjarasamningum flugliða og það er fulltrúi Flugfreyjufélags Íslands, formaður þess sem hefur setið í miðstjórn ASÍ, situr núna í varamiðstjórn og auðvitað tökum við með okkar okkar helstu sérfræðinga,“ sagði Drífa. Vilja ekki ganga til samninga við Flugfreyjufélagið Play hefur ekki viljað ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands, sem er félagið sem Icelandair semur við. Birgir segir að formaður Flugfreyjufélagsins hafi haft samband við sig á sínum tíma og spurt hvort það væri ekki kominn tími til að gera samninga við félagið. „Ég segi nei það er ekki kominn tími til þess, því við erum með fullgildan kjarasamning við annað stéttarfélag sem hefur verið til síðan 2014,“ segir Birgir. Læðist að Drífu grunur um að um skúffustéttarfélag Play sé að ræða Drífa segir ÍFF gamla stéttarfélag flugmanna Wow air. „Síðan er samþykktum félagsins breytt þannig að allt í einu fangar það líka flugfreyjur og flugliða. Síðan er gerður kjarasamningur áður en nokkur flugfreyja er ráðin inn til félagsins að okkur vitandi þannig við vitum ekki á hvaða forsendum, við vitum ekki hver samþykkti þessa samninga og við vitum ekki hver er í samninganefnd,“ sagði Drífa og bætir við að það læðist að henni sá grunur að þarna sé um að ræða skúffustéttarfélag hjá Play sem samið er við. „Ekki meiri strengjabrúður en það“ Birgir segir þessi ummæli ófagleg. „Ef að þetta félag, ÍFF, væri svona mikið handbendi mitt þá hefðu þeir komið inn í umræðuna í vikunni og hjálpað mér að taka til varnar þannig að þeir eru nú ekki meiri strengjabrúður en það,“ segir Birgir. Segir grunnnlaun 350 þúsund Þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson segir Birgi þurfa að svara fyrir það hvort að grunnlaunin séu 260 þúsund líkt og Drífa hefur haldið fram? „Hann er 350 þúsund. Hann er það,“ segir Birgir. „Getur þú staðfest að grunnlaun séu 350 þúsund og af þeim grunnlaunum sé greitt í lífeyrissjóð og öll önnur iðgjöld?“ Spyr Drífa. „Getur þú staðfest það að lægsta talan á launatöflu á þessum samningi hjá Icelandair sem ég hef ekki séð sé 210 þúsund?“ bætir Birgir þá við. „Ég get staðfest það að föst mánaðarlaun, grunnlaun fyrir nýliða hjá Icelandair sé 307 þúsund 398 krónur,“ segir Drífa þá og svarar Birgir því að á sömu forsendum geti hann staðfest að grunnlaun hjá Play séu 350 þúsund. Fréttir af flugi Kjaramál Play Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. 21. maí 2021 14:31 Gróf og ástæðulaus aðför ASÍ að PLAY ASÍ hefur í vikunni gert grófa aðför að lágjaldaflugfélaginu PLAY sem er að hefja starfsemi. 21. maí 2021 12:00 Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. 21. maí 2021 11:59 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að ASÍ hefur hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem forsetinn heldur því fram að félagið bjóði starfsmönnum óboðleg kjör. Birgir segir að með þessu sé Drífa að misbeita valdi sínu gróflega. „Drífa hefur einhvern stóran rauðan takka á borðinu sem er bara svona „gereyðingarhnappur“ og það er bara ýtt á hann og allir fjárfestar landsins, allir launamenn landsins, öll íslensk alþýða er bara hvött til að sniðganga þessa þrælakistu og það hefur ekkert samtal átt sér stað. Þetta er bara óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í Sprengisandi í morgun. Drífa bregst við þessum ummælum. „Þeir buðu okkur til fundar í fyrra og ég ákvað að hitta þetta félag, ÍFF, í staðinn og ég verð að segja að það vakti fleiri spurningar hjá mér en svör. Sá fundur. Síðan erum við búin að vera að bíða eftir að sjá þennan samning og það er svosem ekkert samtal til grundvallar nema við sjáum þennan samning,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Bætir hún við að ÍFF hafi ekki viljað sýna þeim samninginn á sínum tíma. Samninginn fengu þau svo í síðustu viku. „Það er tvennt i þessu. Í fyrsta lagi eru þessi laun lægstu laun sem við höfum séð. Grunnlaunin eru 266 þúsund og fimm hundruð krónur. Af þessum grunnlaunum er allt annað metið hvort sem það eru lífeyrisgreiðslur eða réttindi til fæðingarorlofs eða veikindi,“ segir Drífa. Birgir skýtur inn í og segir þetta rangt. „Síðan er annað mál. Það er þetta félag sem er ÍFF. Hér sitjum við, ég og Birgir og það vantar þetta félag. Ég held að allir fjölmiðlamenn landsins hafi verið að reyna að ná í þetta félag undanfarna daga til að spyrja út í þennan samning. Þeir einu sem eru tilbúnir til þess að svara fyrir þennan samning eru Play,“ segir Drífa sem veltir því fyrir sér hverjir séu í forsvari fyrir félagið. Þræta um lægstu laun Icelandair Birgir segist ekki hafa séð samning Icelandair en hefur það eftir Viðskiptablaðinu að lægstu laun Icelandair séu rúmar 210 þúsund krónur. Drífa segir það rangt og að lægstu laun þar séu rúmar 307 þúsund krónur. „Ég hef ekki séð samninginn. Það sem við gerum Drífa er að við tryggjum sölutryggingu og tryggjum ákveðnar greiðslur þannig að grunnlaun þess nýja starfsmanns eru 350 þúsund krónur. Af þessum launum er allt greitt. Allir skattar, lífeyrissjóðir, ef viðkomandi fer í veikindaleyfi þá er þetta lægsti taxtinn sem hann dettur niður á. Þetta er búið að margskoða af þremur lögfræðistofum og sérfræðingum í málum,“ sagði Birgir. Er það þannig að þið ætlið að greiða lífeyrissjóðsgreiðslur af 350 þúsund krónum, ég ætla að fá það staðfest? „Nei Drífa, ég sit ekki hérna í einhverjum kjaraviðræðum við þig,“ segir Birgir og segir Drífa þá að hún vilji að almenningur fái að vita þetta. „Almenningur á að fá að vita það að þegar forseti ASÍ ákveður að kalla út herdeild íslenskra launþega til þess að sniðganga einkafyrirtæki sem er að hefja rekstur, þá á að eiga sér stað eitthvað samtal áður en að það er gert,“ sagði Birgir og ítrekar Drífa að almenningur eigi rétt á að fá að vita á hvaða kjörum félagið sé að bjóða í „vægast sagt vafasömum samningum við launafólk.“ Segir Birgi ekki fá að ráða því hverjir mæta til fundar fyrir hönd ASÍ Birgir segir ákveðna ferla í kjaraviðræðum. „Það gengur ekki að ein stærstu og virtustu samtök landsins taki bara upp stóra sverðið, haldi því að hálsi einhvers fyrirtækis og neyði það inn í eitthvert umhverfi sem þið eruð búin að ákveða að sé hið gullna snið, sem er kjarasamningur Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands,“ segir Birgir og spyr hvers vegna ASÍ vilji ekki hittast á fundi og ræða málin frekar en að ræða málin í fjölmiðlum. Drífa segir að vilji hafi verið til að hittast með kjarasamning á borðinu. „Við skulum alveg hafa það á hreinu Birgir að þú ræður því ekki hverjir mæta til fundar fyrir hönd ASÍ. Þarna ætluðum við að fá okkar helstu sérfræðinga í kjarasamningum flugliða og það er fulltrúi Flugfreyjufélags Íslands, formaður þess sem hefur setið í miðstjórn ASÍ, situr núna í varamiðstjórn og auðvitað tökum við með okkar okkar helstu sérfræðinga,“ sagði Drífa. Vilja ekki ganga til samninga við Flugfreyjufélagið Play hefur ekki viljað ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands, sem er félagið sem Icelandair semur við. Birgir segir að formaður Flugfreyjufélagsins hafi haft samband við sig á sínum tíma og spurt hvort það væri ekki kominn tími til að gera samninga við félagið. „Ég segi nei það er ekki kominn tími til þess, því við erum með fullgildan kjarasamning við annað stéttarfélag sem hefur verið til síðan 2014,“ segir Birgir. Læðist að Drífu grunur um að um skúffustéttarfélag Play sé að ræða Drífa segir ÍFF gamla stéttarfélag flugmanna Wow air. „Síðan er samþykktum félagsins breytt þannig að allt í einu fangar það líka flugfreyjur og flugliða. Síðan er gerður kjarasamningur áður en nokkur flugfreyja er ráðin inn til félagsins að okkur vitandi þannig við vitum ekki á hvaða forsendum, við vitum ekki hver samþykkti þessa samninga og við vitum ekki hver er í samninganefnd,“ sagði Drífa og bætir við að það læðist að henni sá grunur að þarna sé um að ræða skúffustéttarfélag hjá Play sem samið er við. „Ekki meiri strengjabrúður en það“ Birgir segir þessi ummæli ófagleg. „Ef að þetta félag, ÍFF, væri svona mikið handbendi mitt þá hefðu þeir komið inn í umræðuna í vikunni og hjálpað mér að taka til varnar þannig að þeir eru nú ekki meiri strengjabrúður en það,“ segir Birgir. Segir grunnnlaun 350 þúsund Þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson segir Birgi þurfa að svara fyrir það hvort að grunnlaunin séu 260 þúsund líkt og Drífa hefur haldið fram? „Hann er 350 þúsund. Hann er það,“ segir Birgir. „Getur þú staðfest að grunnlaun séu 350 þúsund og af þeim grunnlaunum sé greitt í lífeyrissjóð og öll önnur iðgjöld?“ Spyr Drífa. „Getur þú staðfest það að lægsta talan á launatöflu á þessum samningi hjá Icelandair sem ég hef ekki séð sé 210 þúsund?“ bætir Birgir þá við. „Ég get staðfest það að föst mánaðarlaun, grunnlaun fyrir nýliða hjá Icelandair sé 307 þúsund 398 krónur,“ segir Drífa þá og svarar Birgir því að á sömu forsendum geti hann staðfest að grunnlaun hjá Play séu 350 þúsund.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. 21. maí 2021 14:31 Gróf og ástæðulaus aðför ASÍ að PLAY ASÍ hefur í vikunni gert grófa aðför að lágjaldaflugfélaginu PLAY sem er að hefja starfsemi. 21. maí 2021 12:00 Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. 21. maí 2021 11:59 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. 21. maí 2021 14:31
Gróf og ástæðulaus aðför ASÍ að PLAY ASÍ hefur í vikunni gert grófa aðför að lágjaldaflugfélaginu PLAY sem er að hefja starfsemi. 21. maí 2021 12:00
Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. 21. maí 2021 11:59
Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27