Telja varnarleik Vals í molum án Pavels og að einvígið sé að spilast eins og KR vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 23:30 Pavel virðist vera lykillinn að velgengni Vals. Vísir/Bára KR og Valur mætast í Vesturbænum annað kvöld í leik þar sem Íslandsmeistarar KR geta tryggt sæti sitt í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Liðið vann magnaðan sigur á Hlíðarenda í síðasta leik og leiðir 2-1 í einvíginu. Eftir leikinn á Hlíðarenda ræddu Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, við þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson. Farið var yfir mikilvægi Pavels Ermolinskij, ódýru villurnar sem hann fékk og þá ótrúlegu staðreynd að liðin tvö virðast aðeins vinna útileiki. „Fyrir mér er vandamál Vals ekki sóknarlega, þeir eru að skora yfir 100 stig hérna. Þeir hafa bara akkúrat enga stjórn á varnarleiknum. KR er búið að espa þá upp í hátt stigaskor og KR er alltaf að fara vinna það. Valur þarf að fá að stigaskorið miklu lægra,“ sagði Benedikt um síðustu viðureign liðanna. „Leikirnir eru að spilast á þeirra styrkleika. Valur vill vera með þennan hæga bolta og þeir þurfa að byrja varnarmegin. Vörnin er engan veginn að standast þær kröfur sem við gerum til Valsmanna upp á hvernig eigi að spila varnarleik. Hún er alltaf hálfpartinn í molum ef Pavel er ekki á inn á vellinum. Það hrundi allt þegar hann er tekinn út úr leiknum [með fimm villur], bæði varnar- og sóknarlega,“ bætti Hermann við. Síðustu tvær villurnar sem Pavel fékk í leiknum voru síðan skoðaðar og voru allir sammála um að varla væri um villur að ræða. „Þetta er eins lélegur dómur og hann getur mögulega orðið,“ sagði Hermann um fjórðu villu Pavels. Þá umræðu má meðal annars sjá í spilaranum hér að neðan. KR og Valur mætast í fjórða leik 8-liða úrslita Domino´s deildarinnar annað kvöld. Útsending fyrir leikinn hefst klukkan 20.10 á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 17.45 þar sem leikur Þór Ak. og Þór Þorlákshafnar er á dagskrá klukkan 18.05. Líkt og KR þá leiðir Þór Þorl. 2-1 og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri annað kvöld. Klippa: Varnarleikur Vals og mikilvægi Pavels Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur KR Körfuboltakvöld Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Eftir leikinn á Hlíðarenda ræddu Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, við þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson. Farið var yfir mikilvægi Pavels Ermolinskij, ódýru villurnar sem hann fékk og þá ótrúlegu staðreynd að liðin tvö virðast aðeins vinna útileiki. „Fyrir mér er vandamál Vals ekki sóknarlega, þeir eru að skora yfir 100 stig hérna. Þeir hafa bara akkúrat enga stjórn á varnarleiknum. KR er búið að espa þá upp í hátt stigaskor og KR er alltaf að fara vinna það. Valur þarf að fá að stigaskorið miklu lægra,“ sagði Benedikt um síðustu viðureign liðanna. „Leikirnir eru að spilast á þeirra styrkleika. Valur vill vera með þennan hæga bolta og þeir þurfa að byrja varnarmegin. Vörnin er engan veginn að standast þær kröfur sem við gerum til Valsmanna upp á hvernig eigi að spila varnarleik. Hún er alltaf hálfpartinn í molum ef Pavel er ekki á inn á vellinum. Það hrundi allt þegar hann er tekinn út úr leiknum [með fimm villur], bæði varnar- og sóknarlega,“ bætti Hermann við. Síðustu tvær villurnar sem Pavel fékk í leiknum voru síðan skoðaðar og voru allir sammála um að varla væri um villur að ræða. „Þetta er eins lélegur dómur og hann getur mögulega orðið,“ sagði Hermann um fjórðu villu Pavels. Þá umræðu má meðal annars sjá í spilaranum hér að neðan. KR og Valur mætast í fjórða leik 8-liða úrslita Domino´s deildarinnar annað kvöld. Útsending fyrir leikinn hefst klukkan 20.10 á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 17.45 þar sem leikur Þór Ak. og Þór Þorlákshafnar er á dagskrá klukkan 18.05. Líkt og KR þá leiðir Þór Þorl. 2-1 og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri annað kvöld. Klippa: Varnarleikur Vals og mikilvægi Pavels Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur KR Körfuboltakvöld Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira