Fyrir hverja er söngnám? Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 26. maí 2021 12:01 Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun