Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2021 16:01 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni. Vísir/Baldur Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31