Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira