Meira um dómara og háskólana Bjarni Már Magnússon skrifar 28. maí 2021 13:01 Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Dómstólar Bjarni Már Magnússon Aukastörf dómara Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun