Biðlistastjóri ríkisins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:01 Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun