Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 16:19 Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu. alvogen/Ritz-Carlton Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira