Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 18:36 Á sjötta þúsund fóru með Icelandair frá Íslandi í síðasta mánuði. Á sama tímabili í fyrra voru brottfararfarþegar 1.600. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira