Harden gæti snúið aftur í nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2021 23:15 James Harden ætlar að reyna taka þátt í leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Kyrie Irving verður hins vegar ekki með vegna meiðsla. Jim Davis/Getty Images Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks mætast í nótt. Um er að ræða fimmta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan er 2-2 í einvíginu og Bucks gæti því komist í góða stöðu með sigri. Þegar Nets sótti James Harden frá Houston Rockets í vetur varð liðið strax líklegt til afreka. Nets þá komið með sannkallað stórskotalið með þá Kyrie Irving, Kevin Durant og áðurnefndan Harden innanborðs. Það gekk á ýmsu í vetur en Durant hefur misst mikið úr vegna meiðsla, sama má segja um Irving og Harden. Þá lagði LaMarcus Aldridge skóna á hilluna skömmu eftir að hafa gengið til liðs við Brooklyn vegna hjartagalla. The Nets initially ruled both Harden and Kyrie Irving out on Monday following Irving's ankle injury in Sunday's Game 4 loss to the Bucks. Harden has been recovering from a hamstring injury suffered in Game 1.https://t.co/okYzN4E28X— The Athletic (@TheAthletic) June 15, 2021 Liðið endaði þó í 2. sæti Austurdeildarinnar og virtist komið á gott ról þegar úrslitakeppnin fór af stað. Í fyrsta leik einvígisins meiddist Harden aftan í læri en stefnir á að vera með í nótt, hvort það gangi eftir er þó alls óvíst. Í síðasta leik meiddist svo Irving og allt í einu virtist sem Durant yrði eina leikfæra stórstjarnan fyrir leik næturinnar. Hann tók því með stóískri ró. „Ég reikna með að þurfa að gera allt sjálfur, eins og ég geri alltaf,“ sagði kíminn Durant á blaðamannafundi fyrr í dag. Nú er ljóst að Harden ætlar sér að reyna spila. Það verður að koma í ljós hvort lærið haldi og hvort það dugi til sigurs. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Þegar Nets sótti James Harden frá Houston Rockets í vetur varð liðið strax líklegt til afreka. Nets þá komið með sannkallað stórskotalið með þá Kyrie Irving, Kevin Durant og áðurnefndan Harden innanborðs. Það gekk á ýmsu í vetur en Durant hefur misst mikið úr vegna meiðsla, sama má segja um Irving og Harden. Þá lagði LaMarcus Aldridge skóna á hilluna skömmu eftir að hafa gengið til liðs við Brooklyn vegna hjartagalla. The Nets initially ruled both Harden and Kyrie Irving out on Monday following Irving's ankle injury in Sunday's Game 4 loss to the Bucks. Harden has been recovering from a hamstring injury suffered in Game 1.https://t.co/okYzN4E28X— The Athletic (@TheAthletic) June 15, 2021 Liðið endaði þó í 2. sæti Austurdeildarinnar og virtist komið á gott ról þegar úrslitakeppnin fór af stað. Í fyrsta leik einvígisins meiddist Harden aftan í læri en stefnir á að vera með í nótt, hvort það gangi eftir er þó alls óvíst. Í síðasta leik meiddist svo Irving og allt í einu virtist sem Durant yrði eina leikfæra stórstjarnan fyrir leik næturinnar. Hann tók því með stóískri ró. „Ég reikna með að þurfa að gera allt sjálfur, eins og ég geri alltaf,“ sagði kíminn Durant á blaðamannafundi fyrr í dag. Nú er ljóst að Harden ætlar sér að reyna spila. Það verður að koma í ljós hvort lærið haldi og hvort það dugi til sigurs. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira