Svik? Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifa 16. júní 2021 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun