Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 11:42 Hér sjást Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, klippa á borða í tilefni fyrsta flugs Play. Vísir/Arnar Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01