Er Viðreisn að boða víðtæka samþjöppun og gjaldþrot í sjávarútvegi? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2021 15:00 Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur hefur í senn skilað sjálfbærri, umhverfisvænni og ábyrgri nýtingu fiskistofna, hagkvæmni við veiðar og vinnslu og arðsemi. Allt þetta er staðfest í nýrri og yfirgripsmikilli skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem Sveinn Agnarsson prófessor í viðskiptafræðideild HÍ ritstýrði. Síðustu daga hafa þeir Daði Már Kristófersson og Jón Ingi Hákonarson, fyrirsvarsmenn í Viðreisn, ritað greinar hér á Vísi þar sem talað er fyrir uppboði á aflaheimildum. Sú stefna er ekki ný, en óljóst er hins vegar hvernig eigi að útfæra þessa stefnu. Það kemur ekki á óvart, enda er mér ókunnugt um að uppboð aflaheimilda hafi tekist vel í þeim ríkjum sem reynt hafa. Í Færeyjum voru uppboð reynd. Eitt grundvallarmarkmið Færeyinga var að setja á laggirnar fiskveiðistjórnunarkerfi sem gæti skilað sambærilegum árangri og það íslenska. Við getum eðli máls samkvæmt tekið undir að slíkt markmið er skynsamlegt og gott. Færeyingar fóru hins vegar þá leið, sem þeir nú hafa látið af, að efna til uppboða á aflaheimildum. Rétt er því að huga að reynslu sem þar fékkst. Eitt markmiða færeysku uppboðanna var að fá hærri tekjur af sjávarútvegi. Bjóðendur buðu sannanlega há verð. Sá ljóður var hins vegar á niðurstöðunni, að langstærstur hlutir heimildanna féll í skaut nokkurra burðugra fyrirtækja. Sú niðurstaða var fyrirsjáanleg. Hinir minni og veikari sitja eftir. Og með tímanum eykst því samþjöppun. Á það hefur verið bent að hið háa verð uppboðanna geti ekki endurspeglað markaðsverð. Ætla má að með hinum háu tilboðum hafi hinir stærri verið að tryggja framtíðargrundvöll sinn, á kostnað hinna smærri. Þetta er þekktur galli uppboða. Verð á uppboði kann að skila hærri tekjum til ríkissjóðs til skemmri tíma en til lengri tíma hafa neikvæðu afleiðingar uppboða þau áhrif, fyrir utan hina augljósu samþjöppun, að tekjur, gæði og arðsemi minnka. Annað markmið Færeyinga var að nýta uppboð til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Niðurstaða uppboðanna var sú að engir nýir aðilar keyptu aflaheimildir. Í uppboðum felst óvissa, sem leiðir til þess að fyrirtæki draga úr fjárfestingum og þar með hægir á allri framþróun og nýsköpun. Sem dæmi má nefna, að frá því að Færeyingar tilkynntu árið 2007 að gerðar yrðu gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir árið 2018, þar sem aflaheimildir yrðu innkallaðar og þær síðan boðnar út, kom ekkert nýtt skip í færeyska fiskiskipaflotann. Stéttarfélög sjómanna í Færeyjum voru mótfallin uppboðum á aflaheimildum, enda töldu þau að atvinnuöryggi félagsmanna sinna yrði ógnað verulega með fyrirvaralausum tilfærslum aflaheimilda í kjölfar uppboða. Af fyrrgreindu leiðir að óskynsamlegt er að auka á óvissu hér á landi í atvinnugrein sem þegar skilar arðsemi. Þá skal nefnt að bæði Rússland og Eistland gerðu tilraunir með uppboð aflaheimilda á árunum 2001-2003. Bæði ríki hurfu frá uppboðum, að verulegu leyti á grundvelli sömu sjónarmiða og hér hafa verið reifuð. Rússar hófu svo nýverið uppboð á aflaheimildum í krabba, en umræðan um ágalla þeirra er engu minni. Þeir sem skuldbinda sig til að fjárfesta í smíði á skipum hjá rússneskum skipasmíðastöðvum geta boðið í aflaheimildir í krabba. Nokkuð fyrirséð má telja að ein ósjálfbær aðgerð verður ekki plástruð með annarri ósjálfbærri aðgerð. Fyrirkomulagið, sé eftir leikreglum spilað, er dæmt til að mistakast. Innlendir og erlendir sérfræðingar í auðlindanýtingu hafa jafnframt varað Íslendinga við því að breyta arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi sem gefst vel. Að öðrum ólöstuðum má þar helst nefna Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Koliforníuháskóla í Santa Barbara og einn þekktasta auðlindahagfræðing heims, og Charles Plott, prófessor í California Institute of Technology og sérfræðing í tilraunahagfræði og uppboðum. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af ráðgjöf til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna uppboða í ýmsum atvinnugreinum. Í þeim greinum fyrirsvarmanna Viðreisnar sem vísað var til í upphafi er meðal annars spurt hvort ekki sé kominn tími til að prófa þessa leið. Í ljósi þess sem hér hefur meðal annars verið reifað, þurfa þeir aðilar sem vilja stunda tilraunastarfsemi með grundvallarþætti í verðmætasköpun sjávarútvegs, að svara því hver hin víðtækari áhrif uppboða kunni að verða á hin óburðugri sjávarútvegsfyrirtæki, byggðir landsins, fjárfestingar og arðsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Það mætti kannski komast nokkuð langt með því að rifja upp skýrslu annars þessara forsvarsmanna Viðreisnar frá árinu 2010 um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Á þeim tíma var það mat Daða Más að tilraunir sem þessar hefðu mjög mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag útgerðarfyrirtækja, auk þess sem svokallaður aðlögunarkostnaður fælist í óhjákvæmilegum gjaldþrotum í greininni. Út frá þessu leyfi ég mér að álykta, að verðmæti sjávarauðlindarinnar verður ekki hámarkað með uppboði aflaheimilda. Það má svo til viðbótar velta fyrir sér hversu margir lífdagar stefnu Viðreisnar í sjávarútvegi verða, ef stefnumál sama flokks um inngöngu Evrópusambandið kemst á rekspöl. Sú krafa er varla talin ósanngjörn, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þeir setja á oddinn. Ábyrgðarlausar vangaveltur um hvort ekki eigi að prófa meiriháttar breytingar á sjávarútvegi, bera þess því miður vott að hlutaðeigandi skilja hvorki gangverk grunnatvinnuvegar né burðarstólpa hinna dreifðari byggða. Það er áhyggjuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur hefur í senn skilað sjálfbærri, umhverfisvænni og ábyrgri nýtingu fiskistofna, hagkvæmni við veiðar og vinnslu og arðsemi. Allt þetta er staðfest í nýrri og yfirgripsmikilli skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem Sveinn Agnarsson prófessor í viðskiptafræðideild HÍ ritstýrði. Síðustu daga hafa þeir Daði Már Kristófersson og Jón Ingi Hákonarson, fyrirsvarsmenn í Viðreisn, ritað greinar hér á Vísi þar sem talað er fyrir uppboði á aflaheimildum. Sú stefna er ekki ný, en óljóst er hins vegar hvernig eigi að útfæra þessa stefnu. Það kemur ekki á óvart, enda er mér ókunnugt um að uppboð aflaheimilda hafi tekist vel í þeim ríkjum sem reynt hafa. Í Færeyjum voru uppboð reynd. Eitt grundvallarmarkmið Færeyinga var að setja á laggirnar fiskveiðistjórnunarkerfi sem gæti skilað sambærilegum árangri og það íslenska. Við getum eðli máls samkvæmt tekið undir að slíkt markmið er skynsamlegt og gott. Færeyingar fóru hins vegar þá leið, sem þeir nú hafa látið af, að efna til uppboða á aflaheimildum. Rétt er því að huga að reynslu sem þar fékkst. Eitt markmiða færeysku uppboðanna var að fá hærri tekjur af sjávarútvegi. Bjóðendur buðu sannanlega há verð. Sá ljóður var hins vegar á niðurstöðunni, að langstærstur hlutir heimildanna féll í skaut nokkurra burðugra fyrirtækja. Sú niðurstaða var fyrirsjáanleg. Hinir minni og veikari sitja eftir. Og með tímanum eykst því samþjöppun. Á það hefur verið bent að hið háa verð uppboðanna geti ekki endurspeglað markaðsverð. Ætla má að með hinum háu tilboðum hafi hinir stærri verið að tryggja framtíðargrundvöll sinn, á kostnað hinna smærri. Þetta er þekktur galli uppboða. Verð á uppboði kann að skila hærri tekjum til ríkissjóðs til skemmri tíma en til lengri tíma hafa neikvæðu afleiðingar uppboða þau áhrif, fyrir utan hina augljósu samþjöppun, að tekjur, gæði og arðsemi minnka. Annað markmið Færeyinga var að nýta uppboð til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Niðurstaða uppboðanna var sú að engir nýir aðilar keyptu aflaheimildir. Í uppboðum felst óvissa, sem leiðir til þess að fyrirtæki draga úr fjárfestingum og þar með hægir á allri framþróun og nýsköpun. Sem dæmi má nefna, að frá því að Færeyingar tilkynntu árið 2007 að gerðar yrðu gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir árið 2018, þar sem aflaheimildir yrðu innkallaðar og þær síðan boðnar út, kom ekkert nýtt skip í færeyska fiskiskipaflotann. Stéttarfélög sjómanna í Færeyjum voru mótfallin uppboðum á aflaheimildum, enda töldu þau að atvinnuöryggi félagsmanna sinna yrði ógnað verulega með fyrirvaralausum tilfærslum aflaheimilda í kjölfar uppboða. Af fyrrgreindu leiðir að óskynsamlegt er að auka á óvissu hér á landi í atvinnugrein sem þegar skilar arðsemi. Þá skal nefnt að bæði Rússland og Eistland gerðu tilraunir með uppboð aflaheimilda á árunum 2001-2003. Bæði ríki hurfu frá uppboðum, að verulegu leyti á grundvelli sömu sjónarmiða og hér hafa verið reifuð. Rússar hófu svo nýverið uppboð á aflaheimildum í krabba, en umræðan um ágalla þeirra er engu minni. Þeir sem skuldbinda sig til að fjárfesta í smíði á skipum hjá rússneskum skipasmíðastöðvum geta boðið í aflaheimildir í krabba. Nokkuð fyrirséð má telja að ein ósjálfbær aðgerð verður ekki plástruð með annarri ósjálfbærri aðgerð. Fyrirkomulagið, sé eftir leikreglum spilað, er dæmt til að mistakast. Innlendir og erlendir sérfræðingar í auðlindanýtingu hafa jafnframt varað Íslendinga við því að breyta arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi sem gefst vel. Að öðrum ólöstuðum má þar helst nefna Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Koliforníuháskóla í Santa Barbara og einn þekktasta auðlindahagfræðing heims, og Charles Plott, prófessor í California Institute of Technology og sérfræðing í tilraunahagfræði og uppboðum. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af ráðgjöf til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna uppboða í ýmsum atvinnugreinum. Í þeim greinum fyrirsvarmanna Viðreisnar sem vísað var til í upphafi er meðal annars spurt hvort ekki sé kominn tími til að prófa þessa leið. Í ljósi þess sem hér hefur meðal annars verið reifað, þurfa þeir aðilar sem vilja stunda tilraunastarfsemi með grundvallarþætti í verðmætasköpun sjávarútvegs, að svara því hver hin víðtækari áhrif uppboða kunni að verða á hin óburðugri sjávarútvegsfyrirtæki, byggðir landsins, fjárfestingar og arðsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Það mætti kannski komast nokkuð langt með því að rifja upp skýrslu annars þessara forsvarsmanna Viðreisnar frá árinu 2010 um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Á þeim tíma var það mat Daða Más að tilraunir sem þessar hefðu mjög mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag útgerðarfyrirtækja, auk þess sem svokallaður aðlögunarkostnaður fælist í óhjákvæmilegum gjaldþrotum í greininni. Út frá þessu leyfi ég mér að álykta, að verðmæti sjávarauðlindarinnar verður ekki hámarkað með uppboði aflaheimilda. Það má svo til viðbótar velta fyrir sér hversu margir lífdagar stefnu Viðreisnar í sjávarútvegi verða, ef stefnumál sama flokks um inngöngu Evrópusambandið kemst á rekspöl. Sú krafa er varla talin ósanngjörn, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þeir setja á oddinn. Ábyrgðarlausar vangaveltur um hvort ekki eigi að prófa meiriháttar breytingar á sjávarútvegi, bera þess því miður vott að hlutaðeigandi skilja hvorki gangverk grunnatvinnuvegar né burðarstólpa hinna dreifðari byggða. Það er áhyggjuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun