Segist „hata frekar mikið“ að vera forstjóri Tesla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:18 Elon Musk, forstjóra Tesla, finnst greinilega ekki gaman að vera forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki njóta sín í því hlutverki. Fyrir dómstól í Bandaríkjunum komst hann reyndar svo að orði að hann „hataði það frekar mikið.“ „Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna. Tesla Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira