Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júlí 2021 12:00 Það er óhætt að segja að það sé allt á floti í þýska bænum Inden. Vísir/Sjöfn Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. Langflest hinna látnu voru Þjóðverjar, eða 93. Tólf eru sömuleiðis látin í Belgíu. Björgunarstarf á svæðinu hefur verið afar umfangsmikið enda hefur fjöldi húsa hrunið og fólk ýmist festst í rústunum eða uppi á húsþökum. Mikils fjölda er enn saknað og heilu bæirnir eru í rúst. Sjöfn er prestur Íslendinga í Lúxemborg og býr í þýska bænum Inden, nærri landamærunum við Belgíu, Holland og Lúxemborg. Áin sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir bakka sína. „Núna er vatnið að byrja að ganga til baka og fólk er að reyna að pumpa upp úr kjöllurum sínum. Allar pumpur eru í notkun eins og er enda allir kjallarar fullir,“ segir Sjöfn. Áin Inde, sem rennur í gegnum bæinn, hafi nú gengið töluvert til baka. „Hún braust hérna í gær niður í kolanámuna sem er við bæinn og það var mikill léttir því þá fór vatnið að ganga til baka. Þá var það komið upp á hæðina hjá okkur. En það var sömuleiðis hræðilegt því það varð manntjón þarna niðri. Þar var maður sem fórst.“ Áin hafi farið úr farveginum og ekki sé ljóst hvort hún fari aftur í sinn farveg. Sjöfn segir langtímaáhrif flóðanna verða mikil í bænum enda sé óvíst að hægt verði að nýta kolanámuna aftur. Fjöldi gæti misst vinnuna. Vatn flæddi inn í kjallarann hjá Sjöfn af krafti. „Maður hugsar kannski að aðrir hafi lent verr í því en við. Þetta er bara allt dót. Kjallarinn fylltist alveg, við náðum að hlaupa upp með jóladótið, það var allt. Allt annað var niðri. Herbergi dóttur minnar er þarna niðri. Það er allt ónýtt,“ segir Sjöfn. Húsið sé prestbústaður og fjölskyldan eigi það því ekki. Hvorki kirkjan né prestsbústaðurinn séu tryggð og gólfin séu öll ónýt. Þýskaland Belgía Lúxemborg Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Langflest hinna látnu voru Þjóðverjar, eða 93. Tólf eru sömuleiðis látin í Belgíu. Björgunarstarf á svæðinu hefur verið afar umfangsmikið enda hefur fjöldi húsa hrunið og fólk ýmist festst í rústunum eða uppi á húsþökum. Mikils fjölda er enn saknað og heilu bæirnir eru í rúst. Sjöfn er prestur Íslendinga í Lúxemborg og býr í þýska bænum Inden, nærri landamærunum við Belgíu, Holland og Lúxemborg. Áin sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir bakka sína. „Núna er vatnið að byrja að ganga til baka og fólk er að reyna að pumpa upp úr kjöllurum sínum. Allar pumpur eru í notkun eins og er enda allir kjallarar fullir,“ segir Sjöfn. Áin Inde, sem rennur í gegnum bæinn, hafi nú gengið töluvert til baka. „Hún braust hérna í gær niður í kolanámuna sem er við bæinn og það var mikill léttir því þá fór vatnið að ganga til baka. Þá var það komið upp á hæðina hjá okkur. En það var sömuleiðis hræðilegt því það varð manntjón þarna niðri. Þar var maður sem fórst.“ Áin hafi farið úr farveginum og ekki sé ljóst hvort hún fari aftur í sinn farveg. Sjöfn segir langtímaáhrif flóðanna verða mikil í bænum enda sé óvíst að hægt verði að nýta kolanámuna aftur. Fjöldi gæti misst vinnuna. Vatn flæddi inn í kjallarann hjá Sjöfn af krafti. „Maður hugsar kannski að aðrir hafi lent verr í því en við. Þetta er bara allt dót. Kjallarinn fylltist alveg, við náðum að hlaupa upp með jóladótið, það var allt. Allt annað var niðri. Herbergi dóttur minnar er þarna niðri. Það er allt ónýtt,“ segir Sjöfn. Húsið sé prestbústaður og fjölskyldan eigi það því ekki. Hvorki kirkjan né prestsbústaðurinn séu tryggð og gólfin séu öll ónýt.
Þýskaland Belgía Lúxemborg Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47
Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34