Kynna nýja samloku- og langlokusíma á miðvikudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 13:25 Forsvarsmenn Samsung hafa gefið út að ný kynslóð Galaxy Note símanna verði ekki opinberuð á þessu ári. EPA/YONHAP Tæknirisinn Samsung mun kynna nýjustu snjalltæki fyrirtækisins á miðvikudaginn. Það verður gert á Unpacked 2021, árlegri kynningu fyrirtækisins, og er fastlega búist við því að nýjar útgáfur tveggja samanbrjótanlegra síma verði opinberaðar. Tækniblaðamenn ytra búast fastlega við því að Samsung muni kynna þriðju kynslóð Galaxy Fold og Galaxy Flop. Þeir símar eru samanbrjótanlegir og myndum af símunum hefur lekið á netið. Fyrirtækið sjálft hefur svo gott sem staðfest þessa leka á síðu Unpacked 2021 þar sem merki kynningarinnar er mynd af símunum tveimur. Forsvarsmenn Samsung hafa gefið út að ný kynslóð Galaxy Note símanna verði ekki opinberuð á þessu ári. Í frétt Techcrunch segir að það sé mögulega vegna heimslægum skorti á hálfleiðurum. Hér má sjá myndir sem hafa verið birtar á netinu og eiga að vera af Galaxy Fold og Galaxy Flop. pic.twitter.com/x5ClDF6BAM— Evan (@evleaks) August 8, 2021 Netverjar hafa einnig sagt að verð símanna í Evrópu verði 1.099 evrur fyrir Flip og 1.899 evrur fyrir Fold. Reynist það rétt yrði það lækkun frá fyrri kynslóðum. Einnig er fastlega búist við því að Samsung muni kynna nýja kynslóð Galaxy Watch snjallúra fyrirtækisins og sömuleiðis ný Galaxy Buds heyrnartól. Galaxy Watch 4 og Galaxy Watch 4 Classic eru talin eiga að kosta 279 evrur annars vegar og 379 evrur hinsvegar. Eins og áður segir verður kynningin á miðvikudaginn og á hún að hefjast klukkan tvö að íslenskum tíma. Samsung Tækni Tengdar fréttir TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3. ágúst 2021 12:55 Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. 14. janúar 2021 21:40 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tækniblaðamenn ytra búast fastlega við því að Samsung muni kynna þriðju kynslóð Galaxy Fold og Galaxy Flop. Þeir símar eru samanbrjótanlegir og myndum af símunum hefur lekið á netið. Fyrirtækið sjálft hefur svo gott sem staðfest þessa leka á síðu Unpacked 2021 þar sem merki kynningarinnar er mynd af símunum tveimur. Forsvarsmenn Samsung hafa gefið út að ný kynslóð Galaxy Note símanna verði ekki opinberuð á þessu ári. Í frétt Techcrunch segir að það sé mögulega vegna heimslægum skorti á hálfleiðurum. Hér má sjá myndir sem hafa verið birtar á netinu og eiga að vera af Galaxy Fold og Galaxy Flop. pic.twitter.com/x5ClDF6BAM— Evan (@evleaks) August 8, 2021 Netverjar hafa einnig sagt að verð símanna í Evrópu verði 1.099 evrur fyrir Flip og 1.899 evrur fyrir Fold. Reynist það rétt yrði það lækkun frá fyrri kynslóðum. Einnig er fastlega búist við því að Samsung muni kynna nýja kynslóð Galaxy Watch snjallúra fyrirtækisins og sömuleiðis ný Galaxy Buds heyrnartól. Galaxy Watch 4 og Galaxy Watch 4 Classic eru talin eiga að kosta 279 evrur annars vegar og 379 evrur hinsvegar. Eins og áður segir verður kynningin á miðvikudaginn og á hún að hefjast klukkan tvö að íslenskum tíma.
Samsung Tækni Tengdar fréttir TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3. ágúst 2021 12:55 Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. 14. janúar 2021 21:40 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3. ágúst 2021 12:55
Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. 14. janúar 2021 21:40