Uppbygging á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði – skipsbrot Sjálfstæðisflokksins Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 9. ágúst 2021 20:01 Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Árni Sæberg skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun