Dóta- og dýradagarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2021 07:01 Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun