Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 17:26 Geðdeild Landspítala við Hringbraut. Vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis.
Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira
Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29
Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52
Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55