Næsta skref jafnréttis Matthías Ólafsson skrifar 7. september 2021 15:31 Öfgafull daggæsla – forsenda jafnréttis? „Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála. Með orðum sínum átt Ruth við þá staðreynd, að þó mikilvægur árangur hafi náðst í jafnrétti kynjanna, hafi hann einskorðast við aukna þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Ríkjandi hugmyndir um umönnun barna eru enn á þá vegu að hún falli í skaut mæðra frekar en feðra, í fjarveru lausna sem tryggja konum greiða leið aftur á vinnumarkað eftir að hafa alið barn. Sú lausn sem farin hefur verið er að tryggja barni daggæslu sem allra fyrst á lífsleiðinni í sem allra lengstan tíma. Daggæsla ungbarna hefur þannig þótt mikilvægt tól til að tryggja frelsi kvenna, fjárhagslegt sjálfstæði og aðgengi að vinnumarkaðnum og þeim faglega virðingastiga sem hann þykir marka í samfélaginu. Tvíeggjað sverð Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að almennt séð eru foreldrar best til þess fallnir að annast ung börn sín. Ungabörn eru algjörlega ósjálfbjarga sem þýðir að þau eru háð því að umönnunarðili lesi í og uppfylli þarfir þeirra. Öll börn hafa þörf fyrir öryggi og fyrir því að líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra sé mætt og grunn forsenda þess að börn upplifi fullnægjandi öryggi er næm og kærleiksrík umönnun. Næm og kærleiksrík umönnun felst meðal annars í því að lágmarka streitu og vanlíðan barns og gleðjast yfir tilveru þess. Frá fæðingu og til fimm ára aldurs eru börn ekki aðeins afar háð umönnunaraðilum sínum, heldur er heili þess einnig að þroskast gífurlega mikið. Þetta tímabil er þekkt sem viðkvæmt tímabil í þroska heilans, takmarkað tímabil þar sem áhrif reynslu á heilaþroskann er sérstaklega sterk og reynslan veltur á gæði umönnunar. Væntumþykja gagnvart barninu er því lykilatriði í að tryggja umönnun sem tekur mið af þörfum barnsins á því mikla mótunarskeiði sem markar fyrstu árin. Það dýrmætasta sem við sem foreldrar getum gefið börnunum okkar er tími og athygli og því má segja að það sé tvíeggjað sverð að ætla að laga jafnréttismál með því að láta börn sem allra fyrst og sem allra lengst í hendur ókunnugra. Ísland – best í heimi? Ísland var efst á lista Alþjóðefnahagsráðsins hvað varðar frammistöðu í jafnréttismálum árið 2021. Er þetta tólfta árið í röð sem við skorum hæst á lista, m.a. í krafti hárrar atvinnuþátttöku kvenna, hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja og á þingi. Þetta er sannarlega frábær árangur sem okkur ber að hampa en tölfræðin um líðan barna hérlendis, sem ekki er óskyldur mælikvarði, er ekki eins glæsilegur. Íslensk börn eru meðal þeirra vansælustu í Evrópu og skora mun neðaren jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar félags og námsfærni. Á sama tíma færist lyfjanotkun barna gegn kvíða og þunglyndi í aukana. Fylgni er ekki það sama og orsakatengsl, en miðað við ofangreinda umfjöllun um mikilvægi tengslamyndunnar í frumbernsku má leiða líkum að því árangur er við kemur aðgengi beggja foreldra að vinnumarkaði skapi börnum ekki nógu góða félagslega umgjörð. Fórnarlömb jafnréttis karla og kvenna frammi fyrir atvinnumarkaðnum eru börnin okkar. Lausnin; Efling feðra í foreldrahlutverkinu Svarið er ekki að afturgera þær borgaralegu og félagslegu umbætur sem konur hafa náð fram á undanförnum árum. Rót vandans er að finna í því að baráttan fyrir jafnrétti hefur fyrst og fremst snúist að atvinnumarkaði. Ganga þarf lengra í kröfunni um jafnrétti og umbylta ríkjandi hugmyndum um að umönnun barna tilheyri konum fyrst og fremst. Raunveruleg forsenda jafnréttis er þannig ekki enn meiri daggæsla, heldur jöfn umönnunarbyrði karla og kvenna. Upphrópanir um að karlar þurfi að fara að standa upp og gera skyldu sína hafa því miður skilað litlum árangri. Karlar þurfa stuðning og fræðslu, strax á meðgöngu, um mikilvægi þess að eiga hlutdeild í lífi barna sinna. Vert er að nefna að karlar búa ekki við sama stuðningsnet og konur þegar þeir standa frammi fyrir því hlutverki að verða feður í fyrsta sinn. Þeir hafa ekki alist upp við þá hugmynd að þeim beri að eiga frumkvæði að ýmis konar skipulagi um framkvæmd heimilishalds og barnaumönnunar, þeir hafa ekki fengið þau skilaboð frá samfélaginu að þegar þeir verði feður verði örlög þeirra bundin við barnið. Þeir hafa enga bumbuhópa, enga feðravernd oghafa ekki kynnst orðræðu um eðlislæga föðurást eða föðureðli. Vinnan er ekki verðmætari en börnin Raunverulegt jafnrétti krefst aðkomu stjórnvalda og vinnumarkaðar. Lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði, þar sem körlum væri skylt að nýta jafnan hluta á við konur væri til þess fallið að hvetja karlmenn til að bera raunverulega umönnunarbyrði. Slíkri þróun mun fylgja hugarfarsbreyting í þágu þess sem í þessari grein er kallað næsta skref jafnréttis, en sú vegferð er þegar hafin með nýlegri lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. Þá þarf að veita foreldrum svigrúm til að takast á við það mikilvæga hlutverk að sinna ungbarni, með því að eiga frumkvæði að því að tryggja sveigjanlegan vinnutíma og sveigjanlegt vinnuhlutfall. Mikil þörf er á þessum aðgerðum, sem styrkja samfélagslega viðurkenningu umönnunar ungra barna og skapa körlum þannig forsendur til að efla sig í feðrahlutverkinu. Raunverulegt jafnrétti krefst nefnilega viðurkenningar á þeirri staðreynd að vinnan er ekki verðmætari en umönnun barnanna okkar. Höfundur er formaður Fyrstu fimm, starfandi ráðgjafi í metanólgeiranum, stjórnmálafræðingur og pabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öfgafull daggæsla – forsenda jafnréttis? „Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála. Með orðum sínum átt Ruth við þá staðreynd, að þó mikilvægur árangur hafi náðst í jafnrétti kynjanna, hafi hann einskorðast við aukna þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Ríkjandi hugmyndir um umönnun barna eru enn á þá vegu að hún falli í skaut mæðra frekar en feðra, í fjarveru lausna sem tryggja konum greiða leið aftur á vinnumarkað eftir að hafa alið barn. Sú lausn sem farin hefur verið er að tryggja barni daggæslu sem allra fyrst á lífsleiðinni í sem allra lengstan tíma. Daggæsla ungbarna hefur þannig þótt mikilvægt tól til að tryggja frelsi kvenna, fjárhagslegt sjálfstæði og aðgengi að vinnumarkaðnum og þeim faglega virðingastiga sem hann þykir marka í samfélaginu. Tvíeggjað sverð Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að almennt séð eru foreldrar best til þess fallnir að annast ung börn sín. Ungabörn eru algjörlega ósjálfbjarga sem þýðir að þau eru háð því að umönnunarðili lesi í og uppfylli þarfir þeirra. Öll börn hafa þörf fyrir öryggi og fyrir því að líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra sé mætt og grunn forsenda þess að börn upplifi fullnægjandi öryggi er næm og kærleiksrík umönnun. Næm og kærleiksrík umönnun felst meðal annars í því að lágmarka streitu og vanlíðan barns og gleðjast yfir tilveru þess. Frá fæðingu og til fimm ára aldurs eru börn ekki aðeins afar háð umönnunaraðilum sínum, heldur er heili þess einnig að þroskast gífurlega mikið. Þetta tímabil er þekkt sem viðkvæmt tímabil í þroska heilans, takmarkað tímabil þar sem áhrif reynslu á heilaþroskann er sérstaklega sterk og reynslan veltur á gæði umönnunar. Væntumþykja gagnvart barninu er því lykilatriði í að tryggja umönnun sem tekur mið af þörfum barnsins á því mikla mótunarskeiði sem markar fyrstu árin. Það dýrmætasta sem við sem foreldrar getum gefið börnunum okkar er tími og athygli og því má segja að það sé tvíeggjað sverð að ætla að laga jafnréttismál með því að láta börn sem allra fyrst og sem allra lengst í hendur ókunnugra. Ísland – best í heimi? Ísland var efst á lista Alþjóðefnahagsráðsins hvað varðar frammistöðu í jafnréttismálum árið 2021. Er þetta tólfta árið í röð sem við skorum hæst á lista, m.a. í krafti hárrar atvinnuþátttöku kvenna, hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja og á þingi. Þetta er sannarlega frábær árangur sem okkur ber að hampa en tölfræðin um líðan barna hérlendis, sem ekki er óskyldur mælikvarði, er ekki eins glæsilegur. Íslensk börn eru meðal þeirra vansælustu í Evrópu og skora mun neðaren jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar félags og námsfærni. Á sama tíma færist lyfjanotkun barna gegn kvíða og þunglyndi í aukana. Fylgni er ekki það sama og orsakatengsl, en miðað við ofangreinda umfjöllun um mikilvægi tengslamyndunnar í frumbernsku má leiða líkum að því árangur er við kemur aðgengi beggja foreldra að vinnumarkaði skapi börnum ekki nógu góða félagslega umgjörð. Fórnarlömb jafnréttis karla og kvenna frammi fyrir atvinnumarkaðnum eru börnin okkar. Lausnin; Efling feðra í foreldrahlutverkinu Svarið er ekki að afturgera þær borgaralegu og félagslegu umbætur sem konur hafa náð fram á undanförnum árum. Rót vandans er að finna í því að baráttan fyrir jafnrétti hefur fyrst og fremst snúist að atvinnumarkaði. Ganga þarf lengra í kröfunni um jafnrétti og umbylta ríkjandi hugmyndum um að umönnun barna tilheyri konum fyrst og fremst. Raunveruleg forsenda jafnréttis er þannig ekki enn meiri daggæsla, heldur jöfn umönnunarbyrði karla og kvenna. Upphrópanir um að karlar þurfi að fara að standa upp og gera skyldu sína hafa því miður skilað litlum árangri. Karlar þurfa stuðning og fræðslu, strax á meðgöngu, um mikilvægi þess að eiga hlutdeild í lífi barna sinna. Vert er að nefna að karlar búa ekki við sama stuðningsnet og konur þegar þeir standa frammi fyrir því hlutverki að verða feður í fyrsta sinn. Þeir hafa ekki alist upp við þá hugmynd að þeim beri að eiga frumkvæði að ýmis konar skipulagi um framkvæmd heimilishalds og barnaumönnunar, þeir hafa ekki fengið þau skilaboð frá samfélaginu að þegar þeir verði feður verði örlög þeirra bundin við barnið. Þeir hafa enga bumbuhópa, enga feðravernd oghafa ekki kynnst orðræðu um eðlislæga föðurást eða föðureðli. Vinnan er ekki verðmætari en börnin Raunverulegt jafnrétti krefst aðkomu stjórnvalda og vinnumarkaðar. Lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði, þar sem körlum væri skylt að nýta jafnan hluta á við konur væri til þess fallið að hvetja karlmenn til að bera raunverulega umönnunarbyrði. Slíkri þróun mun fylgja hugarfarsbreyting í þágu þess sem í þessari grein er kallað næsta skref jafnréttis, en sú vegferð er þegar hafin með nýlegri lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. Þá þarf að veita foreldrum svigrúm til að takast á við það mikilvæga hlutverk að sinna ungbarni, með því að eiga frumkvæði að því að tryggja sveigjanlegan vinnutíma og sveigjanlegt vinnuhlutfall. Mikil þörf er á þessum aðgerðum, sem styrkja samfélagslega viðurkenningu umönnunar ungra barna og skapa körlum þannig forsendur til að efla sig í feðrahlutverkinu. Raunverulegt jafnrétti krefst nefnilega viðurkenningar á þeirri staðreynd að vinnan er ekki verðmætari en umönnun barnanna okkar. Höfundur er formaður Fyrstu fimm, starfandi ráðgjafi í metanólgeiranum, stjórnmálafræðingur og pabbi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun