Fjölbreyttari menntun Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 8. september 2021 11:32 Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun