Fjölbreyttari menntun Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 8. september 2021 11:32 Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun