Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 8. september 2021 16:00 Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. Vitnað var í Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagði þennan fjárfestingarkostnað „áhyggjuefni“. En er hann það – og er íslenska lífeyriskerfið dýrt í rekstri. Svarið við báðum spurningum er einfaldlega nei. Það kostar að veita góða þjónustu Byrjum á rekstrarkostnaðinum. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og einn talsins og rekstrarkostnaður alls kerfisins er eins og áður kom fram innan við níu milljarðar króna. Kerfið er hluti af fjármálamarkaði landsins og þrátt fyrir að rekstur t.d. banka og lífeyrissjóða sé ólíkur er áhugavert að benda á að rekstrarkostnaður Arion banka nam samtals 24,4 milljörðum króna á síðasta ári. Sem er tæplega þrefalt hærri upphæð en sú sem fór í að reka alla lífeyrissjóði landsins. Lífeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum einnig tryggingarvernd ef áföll dynja yfir. Eins og með bankana er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki eins – en það er samt áhugavert að sjá að rekstrarkostnaður eins tryggingafélags, VÍS, nam um 5,5 milljörðum í fyrra. Fáir hafa gagnrýnt háan rekstrarkostnað fyrirtækjanna tveggja sem hér hafa verið nefnd til samanburðar, enda veita þau bæði viðskiptavinum sínum fyrirtaks þjónustu. Við getum líka beitt öðrum samanburði. Sjálfur starfa ég hjá Gildi-lífeyrissjóði þar sem rekstrarkostnaður nam rétt ríflega milljarði í fyrra. Á sama tíma kostaði rekstur VR, þess félags sem Ragnar Þór veitir forystu, tæplega einn milljarð. Ég hef ekki heyrt marga gagnrýna rekstrarkostnað VR enda held ég að félagsmenn fái þar góða þjónustu. Formaður VR áttar sig á að það kostar enda virðist þessi kostnaður VR ekki fara lækkandi. Það segir reyndar aðeins hluta sögunnar því útilokað er að átta sig á hversu mikið VR greiðir í fjárfestingargjöld fyrir umsýslu á þeim um 12,5 milljörðum sem félagið á í verðbréfum og verðbréfasjóðum. Þær upplýsingar eru ekki birtar í ársreikningum VR því ólíkt lífeyrissjóðum er stéttarfélögum ekki gert að birta þann kostnað opinberlega. Ég vona að einhver sjái um að passa upp á þessar fjárhagslegu eignir félagsmanna VR og tryggja sem besta ávöxtun þeirra. En ég veit líka að sú vinna er ekki unnin ókeypis. Rekstrarkostnaður er lítill í alþjóðlegum samanburði Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins nema í dag um 6.200 milljörðum króna og það gefur auga leið að það kostar að halda utan um slíkt eignasafn. Til að meta hvort sá kostnaður sé of hár hér á landi er þarft að bera hann saman við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það gera Samtök atvinnulífsins einmitt í grein sem birt hefur verið á vef samtakanna. Þar kemur í ljós að sameiginlegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins á árunum 2015 til 2019 nam 0,17% af heildareignum. Fjárfestingargjöldin námu til viðbótar 0,06%. Samanlagt nemur kostnaðurinn 0,23% af heildareignum sem er mjög svipað og gengur og gerist í löndum eins og Þýskalandi og Danmörku en mun lægra en til að mynda í Noregi, Finnlandi og Sviss. Stjórnendum íslenskra lífeyrissjóða virðist því hafa tekist að halda rekstrar- og fjárfestingarkostnaði í lágmarki. Þannig að formaður VR ætti frekar að hrósa stjórnendum sjóðanna fyrir vel unnin störf en að segjast hafa áhyggjur af kostnaði sem í öllum samanburði stenst það sem best gerist bæði hér á landi og erlendis. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. Vitnað var í Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagði þennan fjárfestingarkostnað „áhyggjuefni“. En er hann það – og er íslenska lífeyriskerfið dýrt í rekstri. Svarið við báðum spurningum er einfaldlega nei. Það kostar að veita góða þjónustu Byrjum á rekstrarkostnaðinum. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og einn talsins og rekstrarkostnaður alls kerfisins er eins og áður kom fram innan við níu milljarðar króna. Kerfið er hluti af fjármálamarkaði landsins og þrátt fyrir að rekstur t.d. banka og lífeyrissjóða sé ólíkur er áhugavert að benda á að rekstrarkostnaður Arion banka nam samtals 24,4 milljörðum króna á síðasta ári. Sem er tæplega þrefalt hærri upphæð en sú sem fór í að reka alla lífeyrissjóði landsins. Lífeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum einnig tryggingarvernd ef áföll dynja yfir. Eins og með bankana er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki eins – en það er samt áhugavert að sjá að rekstrarkostnaður eins tryggingafélags, VÍS, nam um 5,5 milljörðum í fyrra. Fáir hafa gagnrýnt háan rekstrarkostnað fyrirtækjanna tveggja sem hér hafa verið nefnd til samanburðar, enda veita þau bæði viðskiptavinum sínum fyrirtaks þjónustu. Við getum líka beitt öðrum samanburði. Sjálfur starfa ég hjá Gildi-lífeyrissjóði þar sem rekstrarkostnaður nam rétt ríflega milljarði í fyrra. Á sama tíma kostaði rekstur VR, þess félags sem Ragnar Þór veitir forystu, tæplega einn milljarð. Ég hef ekki heyrt marga gagnrýna rekstrarkostnað VR enda held ég að félagsmenn fái þar góða þjónustu. Formaður VR áttar sig á að það kostar enda virðist þessi kostnaður VR ekki fara lækkandi. Það segir reyndar aðeins hluta sögunnar því útilokað er að átta sig á hversu mikið VR greiðir í fjárfestingargjöld fyrir umsýslu á þeim um 12,5 milljörðum sem félagið á í verðbréfum og verðbréfasjóðum. Þær upplýsingar eru ekki birtar í ársreikningum VR því ólíkt lífeyrissjóðum er stéttarfélögum ekki gert að birta þann kostnað opinberlega. Ég vona að einhver sjái um að passa upp á þessar fjárhagslegu eignir félagsmanna VR og tryggja sem besta ávöxtun þeirra. En ég veit líka að sú vinna er ekki unnin ókeypis. Rekstrarkostnaður er lítill í alþjóðlegum samanburði Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins nema í dag um 6.200 milljörðum króna og það gefur auga leið að það kostar að halda utan um slíkt eignasafn. Til að meta hvort sá kostnaður sé of hár hér á landi er þarft að bera hann saman við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það gera Samtök atvinnulífsins einmitt í grein sem birt hefur verið á vef samtakanna. Þar kemur í ljós að sameiginlegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins á árunum 2015 til 2019 nam 0,17% af heildareignum. Fjárfestingargjöldin námu til viðbótar 0,06%. Samanlagt nemur kostnaðurinn 0,23% af heildareignum sem er mjög svipað og gengur og gerist í löndum eins og Þýskalandi og Danmörku en mun lægra en til að mynda í Noregi, Finnlandi og Sviss. Stjórnendum íslenskra lífeyrissjóða virðist því hafa tekist að halda rekstrar- og fjárfestingarkostnaði í lágmarki. Þannig að formaður VR ætti frekar að hrósa stjórnendum sjóðanna fyrir vel unnin störf en að segjast hafa áhyggjur af kostnaði sem í öllum samanburði stenst það sem best gerist bæði hér á landi og erlendis. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun