Kosningarnar snúast um þessi þrjú mál Bjarni Benediktsson skrifar 17. september 2021 08:00 Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun