Sjómenn – hvernig breytum við þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 23. september 2021 09:45 Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar