Sjómenn – hvernig breytum við þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 23. september 2021 09:45 Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun