Umfjöllun: Valur - Haukar 58-62 | Bikarmeistararnir unnu nauman sigur í uppgjöri bestu liða landsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 22:21 Haukar urðu bikarmeistarar á dögunum og héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri í Meistarakeppni KKÍ. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. Þó Helena Sverrisdóttir væri fjarri góðu gamni fór það svo að Haukar unnu nauman fjögurra stiga sigur, lokatölur 62-58. Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira