Truflanir hjá Facebook Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 15:48 Langstærstur hluti Íslendinga er virkur á Facebook. Getty/Chesnot Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. Á tilkynningarsíðunni DownDetector má sjá að fjöldi tilkynninga um vandamál með Facebook fór upp úr öllu valdi eftir klukkan 15 í dag. Snúa flestar þeirra að vandræðum með að opna Facebook.com í tölvu og síður að notkun á snjallsímum. Á sama tímabili má sjá mikla fjölgun ábendinga um þjónusturof hjá Whatsapp og Messenger. Í yfirlýsingu frá Andy Stone, samskiptastjóra Facebook, segir að samfélagsmiðlarisinn sé meðvitaður um sumir notendur eigi nú í vandræðum með að nota þjónusturnar. „Við erum að vinna í því að koma hlutunum í samt horf eins fljótt og mögulegt er og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“ We re aware that some people are having trouble accessing our apps and products. We re working to get things back to normal as quickly as possible, and we apologize for any inconvenience.— Andy Stone (@andymstone) October 4, 2021 Einnig hefur borið á því að fólk eigi erfitt með að skrá sig inn á ótengdar vefsíður og tölvuleiki með Facebook-aðgangi sínum. Fulltrúar Facebook hafa ekki gefið út hvað orsaki vandamálin en vísbendingar eru um að fyrirtækið eigi í vandræðum með svokallað lénsheitakerfi, eða DNS. Kerfið sér meðal annars um að beina netumferð sem leitar til Facebook í réttan farveg þegar notendur reyna að tengjast samfélagsmiðlunum. Tækni Samfélagsmiðlar Facebook Netöryggi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Á tilkynningarsíðunni DownDetector má sjá að fjöldi tilkynninga um vandamál með Facebook fór upp úr öllu valdi eftir klukkan 15 í dag. Snúa flestar þeirra að vandræðum með að opna Facebook.com í tölvu og síður að notkun á snjallsímum. Á sama tímabili má sjá mikla fjölgun ábendinga um þjónusturof hjá Whatsapp og Messenger. Í yfirlýsingu frá Andy Stone, samskiptastjóra Facebook, segir að samfélagsmiðlarisinn sé meðvitaður um sumir notendur eigi nú í vandræðum með að nota þjónusturnar. „Við erum að vinna í því að koma hlutunum í samt horf eins fljótt og mögulegt er og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“ We re aware that some people are having trouble accessing our apps and products. We re working to get things back to normal as quickly as possible, and we apologize for any inconvenience.— Andy Stone (@andymstone) October 4, 2021 Einnig hefur borið á því að fólk eigi erfitt með að skrá sig inn á ótengdar vefsíður og tölvuleiki með Facebook-aðgangi sínum. Fulltrúar Facebook hafa ekki gefið út hvað orsaki vandamálin en vísbendingar eru um að fyrirtækið eigi í vandræðum með svokallað lénsheitakerfi, eða DNS. Kerfið sér meðal annars um að beina netumferð sem leitar til Facebook í réttan farveg þegar notendur reyna að tengjast samfélagsmiðlunum.
Tækni Samfélagsmiðlar Facebook Netöryggi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira