Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 20:52 Apple segir nýja MacBook Pro vera þá bestu frá upphafi. Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði. Apple Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira