Veldur hver á heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 30. október 2021 14:01 Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er. Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í. Áfengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei samhliða sumum lyfjum. Það eru margreynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e algeng þunglyndislyf og bensólyf ss. eins og hið vinsæla kvíðalyf Sobril eru afskaplega óheppileg í félagi við áfengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig neikvæða verkun á áhrif áfengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrrnefndum hef ég ekki persónulega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti. Meðan ég var og drakk þá tók ég bæði þunglyndislyf og kvíðalyf um þriggja ára skeið og það er sá tími sem mig langar til að segja ykkur frá. Það eru tæplega 10 ár síðan ég hætti að nota áfengi og og enn lengra síðan ég notaði uppáskrifuð þunglyndis-og kvíðalyf að staðaldri en þessi reynsla er mér engu að síður í fersku minni vegna þess hversu óhugguleg hún var. Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum. Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það. Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kynferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof. Ég upplifði líka skelfilega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöldlagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfstortímingarham yfir hraðbraut í Los Angeles. Hvers vegna er ég að deila þessu með ykkur. Ekki vegna þess að ég haldi að það komi ekki fyrir að óprúttnir aðilar reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum. Ég veit hinsvegar að ég var einfaldlega ljónheppin að hafa aldrei á umræddum tíma verið í þeim aðstæðum að aðrir gerðu mér eitthvað sem ég gat ekki spornað við eða gerði eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið mér vegna neyslu minnar. Ég deili þessu ekki vegna þess að ég telji mig sérfræðing í því hvað lyfja- og áfengisneysla getur haft í för með sér en ég er þakklát fyrir að vera til frásagnar um mína persónulegu reynslu af lyfja- og áfengisneyslu án þess að hafa gert sjálfri mér eða öðrum til alvarlegra miska. Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera. Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða. Það er drullufúlt í þeim áfengiskúltúr sem hér er í hávegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar samfara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarrar auk þess að vera vísindalega sannað að samverkun kvíða og þunglyndislyfja með áfengi getur valdið margföldun áfengisáhrifa, óeðlilegri syfju, óstjórn á hreyfingum, raddslöri, gleymsku, oflæti, óeðlilegri hvatvísi og óvanalega ósæmilegri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tímaskyni, óvæntri og bráðri ofbeldishneigð og svo hreinu og kláru minnistapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er. Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í. Áfengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei samhliða sumum lyfjum. Það eru margreynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e algeng þunglyndislyf og bensólyf ss. eins og hið vinsæla kvíðalyf Sobril eru afskaplega óheppileg í félagi við áfengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig neikvæða verkun á áhrif áfengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrrnefndum hef ég ekki persónulega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti. Meðan ég var og drakk þá tók ég bæði þunglyndislyf og kvíðalyf um þriggja ára skeið og það er sá tími sem mig langar til að segja ykkur frá. Það eru tæplega 10 ár síðan ég hætti að nota áfengi og og enn lengra síðan ég notaði uppáskrifuð þunglyndis-og kvíðalyf að staðaldri en þessi reynsla er mér engu að síður í fersku minni vegna þess hversu óhugguleg hún var. Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum. Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það. Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kynferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof. Ég upplifði líka skelfilega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöldlagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfstortímingarham yfir hraðbraut í Los Angeles. Hvers vegna er ég að deila þessu með ykkur. Ekki vegna þess að ég haldi að það komi ekki fyrir að óprúttnir aðilar reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum. Ég veit hinsvegar að ég var einfaldlega ljónheppin að hafa aldrei á umræddum tíma verið í þeim aðstæðum að aðrir gerðu mér eitthvað sem ég gat ekki spornað við eða gerði eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið mér vegna neyslu minnar. Ég deili þessu ekki vegna þess að ég telji mig sérfræðing í því hvað lyfja- og áfengisneysla getur haft í för með sér en ég er þakklát fyrir að vera til frásagnar um mína persónulegu reynslu af lyfja- og áfengisneyslu án þess að hafa gert sjálfri mér eða öðrum til alvarlegra miska. Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera. Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða. Það er drullufúlt í þeim áfengiskúltúr sem hér er í hávegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar samfara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarrar auk þess að vera vísindalega sannað að samverkun kvíða og þunglyndislyfja með áfengi getur valdið margföldun áfengisáhrifa, óeðlilegri syfju, óstjórn á hreyfingum, raddslöri, gleymsku, oflæti, óeðlilegri hvatvísi og óvanalega ósæmilegri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tímaskyni, óvæntri og bráðri ofbeldishneigð og svo hreinu og kláru minnistapi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun