Veldur hver á heldur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 30. október 2021 14:01 Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er. Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í. Áfengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei samhliða sumum lyfjum. Það eru margreynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e algeng þunglyndislyf og bensólyf ss. eins og hið vinsæla kvíðalyf Sobril eru afskaplega óheppileg í félagi við áfengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig neikvæða verkun á áhrif áfengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrrnefndum hef ég ekki persónulega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti. Meðan ég var og drakk þá tók ég bæði þunglyndislyf og kvíðalyf um þriggja ára skeið og það er sá tími sem mig langar til að segja ykkur frá. Það eru tæplega 10 ár síðan ég hætti að nota áfengi og og enn lengra síðan ég notaði uppáskrifuð þunglyndis-og kvíðalyf að staðaldri en þessi reynsla er mér engu að síður í fersku minni vegna þess hversu óhugguleg hún var. Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum. Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það. Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kynferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof. Ég upplifði líka skelfilega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöldlagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfstortímingarham yfir hraðbraut í Los Angeles. Hvers vegna er ég að deila þessu með ykkur. Ekki vegna þess að ég haldi að það komi ekki fyrir að óprúttnir aðilar reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum. Ég veit hinsvegar að ég var einfaldlega ljónheppin að hafa aldrei á umræddum tíma verið í þeim aðstæðum að aðrir gerðu mér eitthvað sem ég gat ekki spornað við eða gerði eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið mér vegna neyslu minnar. Ég deili þessu ekki vegna þess að ég telji mig sérfræðing í því hvað lyfja- og áfengisneysla getur haft í för með sér en ég er þakklát fyrir að vera til frásagnar um mína persónulegu reynslu af lyfja- og áfengisneyslu án þess að hafa gert sjálfri mér eða öðrum til alvarlegra miska. Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera. Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða. Það er drullufúlt í þeim áfengiskúltúr sem hér er í hávegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar samfara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarrar auk þess að vera vísindalega sannað að samverkun kvíða og þunglyndislyfja með áfengi getur valdið margföldun áfengisáhrifa, óeðlilegri syfju, óstjórn á hreyfingum, raddslöri, gleymsku, oflæti, óeðlilegri hvatvísi og óvanalega ósæmilegri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tímaskyni, óvæntri og bráðri ofbeldishneigð og svo hreinu og kláru minnistapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er. Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í. Áfengi er efni sem fólk ætti aldrei að neyta á fastandi maga, þreytt og illa fyrir kallað og helst aldrei samhliða sumum lyfjum. Það eru margreynd vísindi að bæði SSRI lyf þ.e algeng þunglyndislyf og bensólyf ss. eins og hið vinsæla kvíðalyf Sobril eru afskaplega óheppileg í félagi við áfengi. Mörg önnur vel þekkt lyf hafa einnig neikvæða verkun á áhrif áfengis í blóðinu en af öðrum lyfjum en fyrrnefndum hef ég ekki persónulega reynslu og get því ekki tjáð mig um það af neinu viti. Meðan ég var og drakk þá tók ég bæði þunglyndislyf og kvíðalyf um þriggja ára skeið og það er sá tími sem mig langar til að segja ykkur frá. Það eru tæplega 10 ár síðan ég hætti að nota áfengi og og enn lengra síðan ég notaði uppáskrifuð þunglyndis-og kvíðalyf að staðaldri en þessi reynsla er mér engu að síður í fersku minni vegna þess hversu óhugguleg hún var. Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum. Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það. Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kynferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof. Ég upplifði líka skelfilega hluti, eins og að skottast út í búð að kvöldlagi, að mér fannst lítið drukkin og vakna til sjálfrar mín eins og úr öðrum heimi eftir að hafa hlaupið í sjálfstortímingarham yfir hraðbraut í Los Angeles. Hvers vegna er ég að deila þessu með ykkur. Ekki vegna þess að ég haldi að það komi ekki fyrir að óprúttnir aðilar reyni að koma vilja sínum fram með ýmsum leiðum. Ég veit hinsvegar að ég var einfaldlega ljónheppin að hafa aldrei á umræddum tíma verið í þeim aðstæðum að aðrir gerðu mér eitthvað sem ég gat ekki spornað við eða gerði eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið mér vegna neyslu minnar. Ég deili þessu ekki vegna þess að ég telji mig sérfræðing í því hvað lyfja- og áfengisneysla getur haft í för með sér en ég er þakklát fyrir að vera til frásagnar um mína persónulegu reynslu af lyfja- og áfengisneyslu án þess að hafa gert sjálfri mér eða öðrum til alvarlegra miska. Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera. Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða. Það er drullufúlt í þeim áfengiskúltúr sem hér er í hávegum hafður að geta ekki drukkið sér til skemmtunar samfara ýmsum lyfjum en því miður er það reynsla mín og margra annarrar auk þess að vera vísindalega sannað að samverkun kvíða og þunglyndislyfja með áfengi getur valdið margföldun áfengisáhrifa, óeðlilegri syfju, óstjórn á hreyfingum, raddslöri, gleymsku, oflæti, óeðlilegri hvatvísi og óvanalega ósæmilegri hegðun, hreinu siðrofi, brengluðu tímaskyni, óvæntri og bráðri ofbeldishneigð og svo hreinu og kláru minnistapi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun