„Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að fá samþykki á ný“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að hljóta samþykki á ný, segir aðjúnkt við Háskóla Íslands. Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands telur að til að samfélagið viðurkenni viðtöl við gerendur í fjölmiðlum á borð við það sem kom fram í Kveik í gær, þurfi þeir að sýna auðmýkt og iðrun. „Reynsluheimur gerenda er mjög ólíkur eftir því hvaða félagslegu stöðu þeir hafa. Við sjáum það mjög skýrt í þeim Metoo-málum sem hafa komið fram og ég hef líka séð í mínum rannsóknum. Eftir því sem samfélagsleg staða viðkomandi er hærri er fallið hærra ef brotið kemst upp. En að sama skapi hefur einstaklingur með háa stöðu meira rými til að tjá sig. Þar að leiðandi eykst líka meðvitund samfélagsins um þetta tiltekna brot, þannig að það er það sem við erum að horfa á eftir þetta viðtal í gær,“ segir Katrín sem hefur rannsakað viðhorf gerenda í kynferðisafbrotamálum. Aðspurð um hvort þjóðfélagsstaða gerenda skipti þá máli varðandi hvenær þeir eigi afturkvæmt t.d. í atvinnu svarar Katrín. „Það fer eftir því hvert ferð viðkomandi er heitið. Eru t.d. mannréttindi að gerendur komist aftur í sömu forréttindastöðu og þeir voru í fyrir? Eða er aðeins verið að tala um að einstaklingur komist aftur á vinnumarkaðinn? Þá þarf líka að huga að því hvað við viljum að brotamaðurinn geri til að eiga afturkvæmt. Til að samfélagið sé tilbúið að hleypa geranda til baka þarf hann að taka ábyrgð á gjörðum sínum . Þá er mikilvægt að hann viðurkenni sársauka þolanda og gleymi ekki þeim þætti þegar hann er að ræða sína hlið málanna,“ segir Katrín. Hún segir að í slíkum málum sé alltaf farið fram á það sama. „ Krafan er alltaf eins. Krafa þolenda er að gerandi axli ábyrgð á trúverðugan máta,“ segir hún. Tími þolenda en gerendur þurfi líka að fá að komast að Aðspurð um hvort henni finnist sú reiði sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum eftir viðtalið í Kveik eigi rétt á sér svarar hún. „Núna er tími þolenda. Þolendur hafa haft orðið og eiga að hafa það eftir aldalanga þögn. Þannig að það er erfitt að opna samtalið sem gerandi. Ég vil ekki tjá mig um þetta einstaka mál en þetta snýst alltaf um að gerandinn á ábyrgan og trúverðugan máta taki ábyrgð á gjörðum sínum og skilji að ábyrgðinni fylgir sársauki. Katrín segir umræðu um þessi mál vandmeðfarna. „Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að feta okkur áfram með. Því ef við hleypum ekki gerendum aftur til baka í samfélagið þá stíga þeir ekki fram. Það þarf að skapa nýja orðræðu, sem annars vegar ber virðingu fyrir reynslu þolenda og þörf þeirra fyrir réttlæti. Og hins vegar, krefur gerendur til að taka raunverulega ábyrgð án þess að þeir leiti í afsakanir. Því við viljum að gerendur geti stigið fram því það gagnast samfélaginu og baráttunni gegn ofbeldinu. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að það gagnast bæði þolendum og gerendum að leyfa gerendum að komast að í umræðunni. Þannig fá þeir tækifæri til að bera ábyrgð og það er það sem þolendur sækjast eftir MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands telur að til að samfélagið viðurkenni viðtöl við gerendur í fjölmiðlum á borð við það sem kom fram í Kveik í gær, þurfi þeir að sýna auðmýkt og iðrun. „Reynsluheimur gerenda er mjög ólíkur eftir því hvaða félagslegu stöðu þeir hafa. Við sjáum það mjög skýrt í þeim Metoo-málum sem hafa komið fram og ég hef líka séð í mínum rannsóknum. Eftir því sem samfélagsleg staða viðkomandi er hærri er fallið hærra ef brotið kemst upp. En að sama skapi hefur einstaklingur með háa stöðu meira rými til að tjá sig. Þar að leiðandi eykst líka meðvitund samfélagsins um þetta tiltekna brot, þannig að það er það sem við erum að horfa á eftir þetta viðtal í gær,“ segir Katrín sem hefur rannsakað viðhorf gerenda í kynferðisafbrotamálum. Aðspurð um hvort þjóðfélagsstaða gerenda skipti þá máli varðandi hvenær þeir eigi afturkvæmt t.d. í atvinnu svarar Katrín. „Það fer eftir því hvert ferð viðkomandi er heitið. Eru t.d. mannréttindi að gerendur komist aftur í sömu forréttindastöðu og þeir voru í fyrir? Eða er aðeins verið að tala um að einstaklingur komist aftur á vinnumarkaðinn? Þá þarf líka að huga að því hvað við viljum að brotamaðurinn geri til að eiga afturkvæmt. Til að samfélagið sé tilbúið að hleypa geranda til baka þarf hann að taka ábyrgð á gjörðum sínum . Þá er mikilvægt að hann viðurkenni sársauka þolanda og gleymi ekki þeim þætti þegar hann er að ræða sína hlið málanna,“ segir Katrín. Hún segir að í slíkum málum sé alltaf farið fram á það sama. „ Krafan er alltaf eins. Krafa þolenda er að gerandi axli ábyrgð á trúverðugan máta,“ segir hún. Tími þolenda en gerendur þurfi líka að fá að komast að Aðspurð um hvort henni finnist sú reiði sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum eftir viðtalið í Kveik eigi rétt á sér svarar hún. „Núna er tími þolenda. Þolendur hafa haft orðið og eiga að hafa það eftir aldalanga þögn. Þannig að það er erfitt að opna samtalið sem gerandi. Ég vil ekki tjá mig um þetta einstaka mál en þetta snýst alltaf um að gerandinn á ábyrgan og trúverðugan máta taki ábyrgð á gjörðum sínum og skilji að ábyrgðinni fylgir sársauki. Katrín segir umræðu um þessi mál vandmeðfarna. „Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að feta okkur áfram með. Því ef við hleypum ekki gerendum aftur til baka í samfélagið þá stíga þeir ekki fram. Það þarf að skapa nýja orðræðu, sem annars vegar ber virðingu fyrir reynslu þolenda og þörf þeirra fyrir réttlæti. Og hins vegar, krefur gerendur til að taka raunverulega ábyrgð án þess að þeir leiti í afsakanir. Því við viljum að gerendur geti stigið fram því það gagnast samfélaginu og baráttunni gegn ofbeldinu. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að það gagnast bæði þolendum og gerendum að leyfa gerendum að komast að í umræðunni. Þannig fá þeir tækifæri til að bera ábyrgð og það er það sem þolendur sækjast eftir
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05