Nauðsynleg viðhorfsbreyting Tómas Leifsson skrifar 4. nóvember 2021 09:00 Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun