Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Aðalvarðstjóri segir hraðamyndavélar hafa tryggt lægri meðalhraða á þeim svæðum sem þeim hefur verið komið upp. Vísir/Vilhelm Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“ Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“
Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira