Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - ÍBV 35-21 | Ekkert fær Valskonur stöðvað Dagur Lárusson skrifar 10. nóvember 2021 19:40 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Valur fór heldur létt með þunnskipað lið ÍBV í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust, lokatölur 35-21 toppliði Vals í vil. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga á meðan ÍBV var í áttunda sætinu með fjögur stig. Thea Imani átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Vilhelm Það var ljóst frá fyrstu mínútu leiksins að Valur myndi stjórna ferðinni í leiknum. Varnarleikur liðsins var gríðarlega öflugur og liðsmenn ÍBV voru í stökustu vandræðum með að búa til færi. Sóknarleikurinn var einnig gríðarlega öflugur og þegar staðan var orðin 8-3 tók Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, leikhlé. Eftir það leikhlé varð sóknarleikur ÍBV aðeins betri en þær héldu þó áfram að láta Sögu Sif verja mikið frá sér. ÍBV náði yfirleitt að halda Val í þriggja til fjögurra marka forystu og var það raunin þegar flautað var til hálfleiksins en þá var staðan 16-11. Í seinni hálfleiknum varð fljótlega ljóst að nánast allur vindur var úr ÍBV liðinu sem var heldur þunnt skipað og lenti einnig í áfalli snemma leiks þar sem Elísa Elíasdóttir fór meidd af velli. Eitt af fáum skiptum sem ÍBV komst í gegnum vörn Vals.Vísir/Vilhelm Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Valur að auka forystu sína jafnt og þétt og var það Mariam Eradze sem leiddi sóknarleik Vals en hún skoraði átta mörk í seinni hálfleiknum. Að lokum vann Valur þægilegan sigur og er því ennþá með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar. Markahæst í leiknum var Mariam Eradze með tíu mörk en næstar á eftir henni voru þær Lilja Ágústdóttir og Marija Jovanovic með sex mörk hvor. Af hverju vann Valur? Gæði Vals, í sóknar- og varnarleiknum, skinu í gegn allan leikinn. Það er ástæða fyrir því af hverju þetta lið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, þær vita nákvæmlega hvað þær eiga að gera og hvers þjálfari þeirra ætlast til af þeim. Mariam Eradze sá síðan til þess að sigurinn yrði sem stærstur með því að skora átta mörk í seinni hálfleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Mariam Erdze, klárlega. Hún skoraði ekki aðeins tíu mörk heldur var hún einnig öflug í vörninni. Saga Sif var síðan einnig mjög öflug í marki Vals og varði í heildina ellefu skot. Mariam Eradze var frábær í liði Vals.Vísir/Vilhelm Hvað fór illa? ÍBV liðið er heldur þunnt skipað þessa daganna og það sást í þessum leik. Þær máttu síðan alls ekki við því að missa Elísu í meiðsli í byrjun leiks, það hjálpaði alls ekki til. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals verður gegn Aftureldingu þann 20. nóvember en það óvíst hvenær næsti leikur ÍBV mun eiga sér stað þar sem leik þeirra við Þór/KA var frestað. Ágúst Jóhannsson: Keyrðum vel á þær Ágúst messar yfir leikmönnum sínum í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir stórsigur síns liðs á ÍBV í Olís-deildinni í kvöld. „Já ég er gríðarlega sáttur, við spiluðum mjög vel allan leikinn fannst mér. Við náðum að keyra vel á þær í fyrri hálfleik, vörnin nokkuð þétt og markvarslan góð þannig ég get ekki verið neitt annað en sáttur,“ byrjaði Ágúst á að segja. „Við héldum þessu síðan bara á svipuðum nótum í seinni hálfleiknum og keyrðum vel á þær. Við rúlluðum liðinu vel og þær sem komu inn stóðu sig mjög vel,“ hélt Ágúst áfram. Ágúst vildi meina að liðið sitt hafi sýnt sömu spilamennsku allan leikinn en viðurkenndi einnig að þegar ÍBV missti Elísu í meiðsli hafi hafi skipt sköpum. „Nei mér fannst mitt lið vera spila eins allan leikinn í rauninni og erum að fá framlag frá mörgum leikmönnum. En auðvitað lenndir ÍBV liðið í miklu áfalli í byrjun leiks þegar þær missa Elísu í meiðsli sem er gríðarlega öflugur leikmaður og þeirra lið var heldur þunnt skipað eftir það,“ endaði Ágúst á að segja. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Íslenski handboltinn Handbolti
Valur fór heldur létt með þunnskipað lið ÍBV í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust, lokatölur 35-21 toppliði Vals í vil. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga á meðan ÍBV var í áttunda sætinu með fjögur stig. Thea Imani átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Vilhelm Það var ljóst frá fyrstu mínútu leiksins að Valur myndi stjórna ferðinni í leiknum. Varnarleikur liðsins var gríðarlega öflugur og liðsmenn ÍBV voru í stökustu vandræðum með að búa til færi. Sóknarleikurinn var einnig gríðarlega öflugur og þegar staðan var orðin 8-3 tók Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, leikhlé. Eftir það leikhlé varð sóknarleikur ÍBV aðeins betri en þær héldu þó áfram að láta Sögu Sif verja mikið frá sér. ÍBV náði yfirleitt að halda Val í þriggja til fjögurra marka forystu og var það raunin þegar flautað var til hálfleiksins en þá var staðan 16-11. Í seinni hálfleiknum varð fljótlega ljóst að nánast allur vindur var úr ÍBV liðinu sem var heldur þunnt skipað og lenti einnig í áfalli snemma leiks þar sem Elísa Elíasdóttir fór meidd af velli. Eitt af fáum skiptum sem ÍBV komst í gegnum vörn Vals.Vísir/Vilhelm Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Valur að auka forystu sína jafnt og þétt og var það Mariam Eradze sem leiddi sóknarleik Vals en hún skoraði átta mörk í seinni hálfleiknum. Að lokum vann Valur þægilegan sigur og er því ennþá með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar. Markahæst í leiknum var Mariam Eradze með tíu mörk en næstar á eftir henni voru þær Lilja Ágústdóttir og Marija Jovanovic með sex mörk hvor. Af hverju vann Valur? Gæði Vals, í sóknar- og varnarleiknum, skinu í gegn allan leikinn. Það er ástæða fyrir því af hverju þetta lið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, þær vita nákvæmlega hvað þær eiga að gera og hvers þjálfari þeirra ætlast til af þeim. Mariam Eradze sá síðan til þess að sigurinn yrði sem stærstur með því að skora átta mörk í seinni hálfleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Mariam Erdze, klárlega. Hún skoraði ekki aðeins tíu mörk heldur var hún einnig öflug í vörninni. Saga Sif var síðan einnig mjög öflug í marki Vals og varði í heildina ellefu skot. Mariam Eradze var frábær í liði Vals.Vísir/Vilhelm Hvað fór illa? ÍBV liðið er heldur þunnt skipað þessa daganna og það sást í þessum leik. Þær máttu síðan alls ekki við því að missa Elísu í meiðsli í byrjun leiks, það hjálpaði alls ekki til. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals verður gegn Aftureldingu þann 20. nóvember en það óvíst hvenær næsti leikur ÍBV mun eiga sér stað þar sem leik þeirra við Þór/KA var frestað. Ágúst Jóhannsson: Keyrðum vel á þær Ágúst messar yfir leikmönnum sínum í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir stórsigur síns liðs á ÍBV í Olís-deildinni í kvöld. „Já ég er gríðarlega sáttur, við spiluðum mjög vel allan leikinn fannst mér. Við náðum að keyra vel á þær í fyrri hálfleik, vörnin nokkuð þétt og markvarslan góð þannig ég get ekki verið neitt annað en sáttur,“ byrjaði Ágúst á að segja. „Við héldum þessu síðan bara á svipuðum nótum í seinni hálfleiknum og keyrðum vel á þær. Við rúlluðum liðinu vel og þær sem komu inn stóðu sig mjög vel,“ hélt Ágúst áfram. Ágúst vildi meina að liðið sitt hafi sýnt sömu spilamennsku allan leikinn en viðurkenndi einnig að þegar ÍBV missti Elísu í meiðsli hafi hafi skipt sköpum. „Nei mér fannst mitt lið vera spila eins allan leikinn í rauninni og erum að fá framlag frá mörgum leikmönnum. En auðvitað lenndir ÍBV liðið í miklu áfalli í byrjun leiks þegar þær missa Elísu í meiðsli sem er gríðarlega öflugur leikmaður og þeirra lið var heldur þunnt skipað eftir það,“ endaði Ágúst á að segja. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti