Gleði í leikskólanum Magnea Arnar skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun