Ungir Sjálfstæðismenn gagnrýna Svandísi og kalla eftir afléttingum hið fyrsta Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir hefur verið heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Samband ungra Sjálstæðismanna gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og hefur kallað eftir því að takmörkunum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveirunnar verði aflétt hið fyrsta. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SUS. Þar segir að „frelsisskerðandi aðgerðir [verði] ekki réttlætanlegar til lengdar“ og á sama tíma kalli sambandið eftir heilbrigðisráðherra sem sé „tilbúinn að veita borgurum frelsi sitt að nýju.“ Er Svandís gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðlagað Landspítalann að ástandinu með því að úthýsa verkefnum og þess í stað lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum og til spítalans með tilheyrandi aukna álagi. Reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn muni á næstu dögum tilkynna um endurnýjað samstarf flokkanna í ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. Í ályktuninni frá SUS segir að takmarkanir vegna Covid-19 hafi verið hertar 12. nóvember, þrátt fyrir að 99 prósent smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda. „Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft tvö ár til að aðlaga spítalann að ástandinu. Í stað þess að létta álagi af spítalanum, t.a.m. með því að úthýsa verkefnum sem einkaaðilar geta séð um, þá hefur ráðherrann lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum yfir á Landspítala með auknu álagi,“ segir í ályktuninni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaformaður SUS; Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS; og Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður.SUS Neyðarúrræði Ennfremur segir að mjög ríkar kröfur séu, og eigi að vera, gerðar til beitingu frelsisskerðandi aðgerða. „Að mati SUS uppfyllir rekstrarvandi ríkissjúkrahúsins ekki þær kröfur. Ráðast þarf að rót vandans og undirbúa sjúkrahúsið fyrir smitbylgjur, sem eru ekki á förum og eru orðnar partur af nýjum raunveruleika. Félagsleg og efnahagsleg áhrif af slíkum takmörkunum eru þess eðlis að þau ættu að vera algjört neyðarúrræði. Hlutfall bólusettra 12 ára og eldri er 89% og í upphafi faraldursins var talað um að hjarðónæmi myndi nást á þeim tímapunkti. Komið hefur á daginn að yfirlýsingar sóttvarna yfirvalda þess efnis að hjarðónæmi náist með ákveðnum fjölda skammta af bóluefni eru byggðar á vísindalegum getgátum og því ljóst að þær nægja ekki sem langtímaáætlun stjórnvalda um hvernig „lifa megi með veirunni“. Stjórnvöld verða að setja fram langtímaáætlanir vegna veirunnar svo að einstaklingar geti hagað sínum lifnaðarháttum eftir því og að atvinnurekendur, og sérstaklega þau sem hafa atvinnu sína af viðburðahaldi, búi ekki við þann ótta að þeim gæti orðið skylt að loka eða haga sér með einum eða öðrum hætti með skömmum fyrirvara,“ segir í ályktun SUS. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SUS. Þar segir að „frelsisskerðandi aðgerðir [verði] ekki réttlætanlegar til lengdar“ og á sama tíma kalli sambandið eftir heilbrigðisráðherra sem sé „tilbúinn að veita borgurum frelsi sitt að nýju.“ Er Svandís gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðlagað Landspítalann að ástandinu með því að úthýsa verkefnum og þess í stað lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum og til spítalans með tilheyrandi aukna álagi. Reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn muni á næstu dögum tilkynna um endurnýjað samstarf flokkanna í ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. Í ályktuninni frá SUS segir að takmarkanir vegna Covid-19 hafi verið hertar 12. nóvember, þrátt fyrir að 99 prósent smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda. „Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft tvö ár til að aðlaga spítalann að ástandinu. Í stað þess að létta álagi af spítalanum, t.a.m. með því að úthýsa verkefnum sem einkaaðilar geta séð um, þá hefur ráðherrann lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum yfir á Landspítala með auknu álagi,“ segir í ályktuninni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaformaður SUS; Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS; og Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður.SUS Neyðarúrræði Ennfremur segir að mjög ríkar kröfur séu, og eigi að vera, gerðar til beitingu frelsisskerðandi aðgerða. „Að mati SUS uppfyllir rekstrarvandi ríkissjúkrahúsins ekki þær kröfur. Ráðast þarf að rót vandans og undirbúa sjúkrahúsið fyrir smitbylgjur, sem eru ekki á förum og eru orðnar partur af nýjum raunveruleika. Félagsleg og efnahagsleg áhrif af slíkum takmörkunum eru þess eðlis að þau ættu að vera algjört neyðarúrræði. Hlutfall bólusettra 12 ára og eldri er 89% og í upphafi faraldursins var talað um að hjarðónæmi myndi nást á þeim tímapunkti. Komið hefur á daginn að yfirlýsingar sóttvarna yfirvalda þess efnis að hjarðónæmi náist með ákveðnum fjölda skammta af bóluefni eru byggðar á vísindalegum getgátum og því ljóst að þær nægja ekki sem langtímaáætlun stjórnvalda um hvernig „lifa megi með veirunni“. Stjórnvöld verða að setja fram langtímaáætlanir vegna veirunnar svo að einstaklingar geti hagað sínum lifnaðarháttum eftir því og að atvinnurekendur, og sérstaklega þau sem hafa atvinnu sína af viðburðahaldi, búi ekki við þann ótta að þeim gæti orðið skylt að loka eða haga sér með einum eða öðrum hætti með skömmum fyrirvara,“ segir í ályktun SUS.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira