Opið bréf til gerenda Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 18:31 Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Klám Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun