Opið bréf til gerenda Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 18:31 Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Klám Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun