Eþíópar á Íslandi hvetja stjórnvöld til stuðnings við stjórn lands síns Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:41 Hópur fólks frá Eþíópíu sem býr á Íslandi kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla afskiptum vestrænna þjóða af innanríkismálum í Eþíópíu og stuðningi við TPLF hreyfinguna sem fer með völd í Tigray héraði í landinu. Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu. Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu.
Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00
Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10
Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56