Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 3. desember 2021 14:01 Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Vindorka Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar