Listin að hlusta Lára Guðrún Agnarsdóttir skrifar 8. desember 2021 08:01 Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar