Pólitík er þó auðvitað vettvangur átaka og fólks með mismunandi skoðanir og sýn á lífið. Því var hægt að grafa upp nokkur eftirminnileg atvik á þessu sviði.
Sjálfstæðismenn spiluðu þar stór hlutverk; fengu sér í vörina í forsetastól Alþingis, héldu úti harðri gagnrýni á bæði andstæðinga sína og samstarfsmenn og létu hendur standa fram úr ermum í borginni.
Staða Miðflokksins á þingi gjörbreyttist þá auðvitað eftir kosningar og verður fróðlegt að sjá hvort flokkurinn hafi úthald í að halda sinni málþófshefð lifandi á nýju kjörtímabili með aðeins tvo þingmenn.
Hér er farið yfir allt það sem stóð upp úr í pólitíkinni í ár:
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember. Fyrir helgi var fjallað um fréttir Magnúsar Hlyns, sjá hlekk að neðan.