Bíllinn líka í jólabaðið: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 19:31 Langar raðir hafa myndast við bílaþvottastöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend/Guðjón Pétursson Langar biðraðir hafa verið í bílaþvottastöðvar Löðurs síðustu daga en fyrirtækið rekur alls fimmtán bílaþvottastöðvar hér á landi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir síðustu daga fyrir jól vera allra stærstu daga ársins í bílaþvotti, að frátöldum nýársdag. Notendur samfélagsmiðilsins Twitter voru gáttaðir á bílaþvottaæði landsmanna og veltu því fyrir sér hvort að bílaeigendum væri óhugsandi að halda gleðileg jól án þess að hafa bílinn tandurhreinan. Ég mun aldrei skilja sturluðu röðina í Löður daganna fyrir jól og þá þörf að geta ekki haldið hátíðarnar nema vera búinn að baða bílinn. En dæmi ekkert samt. Gerið það sem gleður. pic.twitter.com/oQC7gWy5dA— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) December 23, 2021 Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, segir að landsmenn telji ekki nóg að þrífa allt hátt og lágt heima fyrir. Margir bílaeigendur virðist einnig telja óhugsandi að hafa bílinn grútskítugan úti í stæði á aðfangadag og drífi sig því með hann í þvott. Hún segir að einhverjir virðist jafnvel hafa bílaþvott inni í sjálfri jólarútínunni. „Við erum með rosa langar raðir og fimmtíu bíla í röð en þetta gengur voða hratt fyrir sig. Við getum, eins og niðri á Fiskislóð, tekið 72 bíla á klukkustund,“ og bætir við að starfsfólkið sé á fullu þessa dagana: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin. Við erum bara ótrúlega heppin, starfsfólkið er voðalega ánægt og allir kátir. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Elísabet. Myndin er tekin á bílaþvottastöð Löðurs á Vesturlandsvegi.Aðsend/Guðjón Pétursson Reykjavík Bílar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Notendur samfélagsmiðilsins Twitter voru gáttaðir á bílaþvottaæði landsmanna og veltu því fyrir sér hvort að bílaeigendum væri óhugsandi að halda gleðileg jól án þess að hafa bílinn tandurhreinan. Ég mun aldrei skilja sturluðu röðina í Löður daganna fyrir jól og þá þörf að geta ekki haldið hátíðarnar nema vera búinn að baða bílinn. En dæmi ekkert samt. Gerið það sem gleður. pic.twitter.com/oQC7gWy5dA— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) December 23, 2021 Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, segir að landsmenn telji ekki nóg að þrífa allt hátt og lágt heima fyrir. Margir bílaeigendur virðist einnig telja óhugsandi að hafa bílinn grútskítugan úti í stæði á aðfangadag og drífi sig því með hann í þvott. Hún segir að einhverjir virðist jafnvel hafa bílaþvott inni í sjálfri jólarútínunni. „Við erum með rosa langar raðir og fimmtíu bíla í röð en þetta gengur voða hratt fyrir sig. Við getum, eins og niðri á Fiskislóð, tekið 72 bíla á klukkustund,“ og bætir við að starfsfólkið sé á fullu þessa dagana: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin. Við erum bara ótrúlega heppin, starfsfólkið er voðalega ánægt og allir kátir. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Elísabet. Myndin er tekin á bílaþvottastöð Löðurs á Vesturlandsvegi.Aðsend/Guðjón Pétursson
Reykjavík Bílar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira