Bíllinn líka í jólabaðið: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 19:31 Langar raðir hafa myndast við bílaþvottastöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend/Guðjón Pétursson Langar biðraðir hafa verið í bílaþvottastöðvar Löðurs síðustu daga en fyrirtækið rekur alls fimmtán bílaþvottastöðvar hér á landi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir síðustu daga fyrir jól vera allra stærstu daga ársins í bílaþvotti, að frátöldum nýársdag. Notendur samfélagsmiðilsins Twitter voru gáttaðir á bílaþvottaæði landsmanna og veltu því fyrir sér hvort að bílaeigendum væri óhugsandi að halda gleðileg jól án þess að hafa bílinn tandurhreinan. Ég mun aldrei skilja sturluðu röðina í Löður daganna fyrir jól og þá þörf að geta ekki haldið hátíðarnar nema vera búinn að baða bílinn. En dæmi ekkert samt. Gerið það sem gleður. pic.twitter.com/oQC7gWy5dA— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) December 23, 2021 Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, segir að landsmenn telji ekki nóg að þrífa allt hátt og lágt heima fyrir. Margir bílaeigendur virðist einnig telja óhugsandi að hafa bílinn grútskítugan úti í stæði á aðfangadag og drífi sig því með hann í þvott. Hún segir að einhverjir virðist jafnvel hafa bílaþvott inni í sjálfri jólarútínunni. „Við erum með rosa langar raðir og fimmtíu bíla í röð en þetta gengur voða hratt fyrir sig. Við getum, eins og niðri á Fiskislóð, tekið 72 bíla á klukkustund,“ og bætir við að starfsfólkið sé á fullu þessa dagana: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin. Við erum bara ótrúlega heppin, starfsfólkið er voðalega ánægt og allir kátir. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Elísabet. Myndin er tekin á bílaþvottastöð Löðurs á Vesturlandsvegi.Aðsend/Guðjón Pétursson Reykjavík Bílar Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Notendur samfélagsmiðilsins Twitter voru gáttaðir á bílaþvottaæði landsmanna og veltu því fyrir sér hvort að bílaeigendum væri óhugsandi að halda gleðileg jól án þess að hafa bílinn tandurhreinan. Ég mun aldrei skilja sturluðu röðina í Löður daganna fyrir jól og þá þörf að geta ekki haldið hátíðarnar nema vera búinn að baða bílinn. En dæmi ekkert samt. Gerið það sem gleður. pic.twitter.com/oQC7gWy5dA— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) December 23, 2021 Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, segir að landsmenn telji ekki nóg að þrífa allt hátt og lágt heima fyrir. Margir bílaeigendur virðist einnig telja óhugsandi að hafa bílinn grútskítugan úti í stæði á aðfangadag og drífi sig því með hann í þvott. Hún segir að einhverjir virðist jafnvel hafa bílaþvott inni í sjálfri jólarútínunni. „Við erum með rosa langar raðir og fimmtíu bíla í röð en þetta gengur voða hratt fyrir sig. Við getum, eins og niðri á Fiskislóð, tekið 72 bíla á klukkustund,“ og bætir við að starfsfólkið sé á fullu þessa dagana: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin. Við erum bara ótrúlega heppin, starfsfólkið er voðalega ánægt og allir kátir. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Elísabet. Myndin er tekin á bílaþvottastöð Löðurs á Vesturlandsvegi.Aðsend/Guðjón Pétursson
Reykjavík Bílar Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent