Fimmfaldur heimsmeistari úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 23:10 Raymond van Barneveld er úr leik á heimsmeistaramótin í pílukasti. Luke Walker/Getty Images Fimmfaldi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld, eða Barney, er úr leik á HM í pílu eftir 3-1 tap gegn heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross. Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin. Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin.
Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira