Þúsundir á öndunarvél Aðalgeir Ástvaldsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar