Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. janúar 2022 22:30 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16