„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2022 19:00 Hilmar Örn Kolbeins hefur barist fyrir því að fá að fara aftur heim til sín í marga mánuði. Flóki Ásgeirsson lögmaður hans segir málið með eindæmum af hálfu borgarinnar. Vísir/Arnar Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. Hilmar Örn Kolbeins fjölfatlaður maður sem fagnaði samningi borgarinnar á Þorláksmessu um að hann gæti ráðið til sín starfsfólk og því snúið aftur heim af hjúkrunarheimili fyrir aldraða eftir áramót, var aftur sendur á spítala í gær. Borgin hafði fram að þeim tíma neitað honum um heimaþjónustu því hann þyrfti líka mikla heimahjúkrun. Honum tókst ekki að ráða starfsmenn á tilsettum tíma og missti plássið á hjúkrunarheimilinu í gær. Hilmar óskaði eftir heimaþjónustu frá borginni til að brúa bilið en var neitað. Hilmar segir hrikalegt að vera kominn aftur á spítala. „Þetta er bara mjög skrítinn tilfinning, ég er ekki veikur, ég er á spítala og þetta er bara mjög skrítin og óþægileg tilfinning. Mér þykir bara mjög leitt að borgin skuli ekki veita einhverja neyðarþjónustu meðan ég er að negla saman einhverju starfsfólki til að sinna mér. Það er ótrúlegt að maður sé settur á spítala þar sem er neyðarástand í stað þess að það sé fundið eitthvað annað úrræði“ segir Hilmar. Segir réttindi þverbrotin Flóki Ásgeirsson lögmaður Hilmars hefur unnið í máli hans síðan í maí þegar meðferð hans við legusári lauk á spítala. „Borgin leit svo á að hún hefði lokið sínum málum gagnvart Hilmari þegar samningurinn var undirritaður á Þorláksmessu. Það hafa engar skýringar á hvers vegna ekki sé hægt að koma á móts við hann í þessu millibils ástandi sem hann er í núna. Einu skýringar sem hafa fengist er að nú sé kominn á þessi beingreiðslusamningur sem gerður var á Þorláksmessu og þar með sé málið í höndum Hilmars sjálfs,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum. Flóki segir fleiri séu í sömu stöðu og Hilmar. „Það eru því miður alltof margir en mál Hilmars hefur verið með miklum ólíkindum og vinnubrögð borgarinnar í málinu vonandi einsdæmi,“ segir hann. Hann segir réttindi Hilmars þverbrotin og þeir íhugi næstu skref. „Hingað til þrátt fyrir mikla biðlund hefur ekki tekist að koma honum heim til sín og maður spyr sig hvort það þurfi að leita til dómstóla til að fá viðunandi niðurstöðu,“ segir Flóki að lokum. Uppfært 4.1 2022 Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna málsins samdægurs og var tjáð að svör bærust síðar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í dag þann 4. janúar að svara ekki fyrirspurn fréttastofu vegna málsins á grundvelli þess að um einstaka mál sé að ræða og hún hafi því ekki leyfi til að tjá sig. Félagsmál Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins fjölfatlaður maður sem fagnaði samningi borgarinnar á Þorláksmessu um að hann gæti ráðið til sín starfsfólk og því snúið aftur heim af hjúkrunarheimili fyrir aldraða eftir áramót, var aftur sendur á spítala í gær. Borgin hafði fram að þeim tíma neitað honum um heimaþjónustu því hann þyrfti líka mikla heimahjúkrun. Honum tókst ekki að ráða starfsmenn á tilsettum tíma og missti plássið á hjúkrunarheimilinu í gær. Hilmar óskaði eftir heimaþjónustu frá borginni til að brúa bilið en var neitað. Hilmar segir hrikalegt að vera kominn aftur á spítala. „Þetta er bara mjög skrítinn tilfinning, ég er ekki veikur, ég er á spítala og þetta er bara mjög skrítin og óþægileg tilfinning. Mér þykir bara mjög leitt að borgin skuli ekki veita einhverja neyðarþjónustu meðan ég er að negla saman einhverju starfsfólki til að sinna mér. Það er ótrúlegt að maður sé settur á spítala þar sem er neyðarástand í stað þess að það sé fundið eitthvað annað úrræði“ segir Hilmar. Segir réttindi þverbrotin Flóki Ásgeirsson lögmaður Hilmars hefur unnið í máli hans síðan í maí þegar meðferð hans við legusári lauk á spítala. „Borgin leit svo á að hún hefði lokið sínum málum gagnvart Hilmari þegar samningurinn var undirritaður á Þorláksmessu. Það hafa engar skýringar á hvers vegna ekki sé hægt að koma á móts við hann í þessu millibils ástandi sem hann er í núna. Einu skýringar sem hafa fengist er að nú sé kominn á þessi beingreiðslusamningur sem gerður var á Þorláksmessu og þar með sé málið í höndum Hilmars sjálfs,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum. Flóki segir fleiri séu í sömu stöðu og Hilmar. „Það eru því miður alltof margir en mál Hilmars hefur verið með miklum ólíkindum og vinnubrögð borgarinnar í málinu vonandi einsdæmi,“ segir hann. Hann segir réttindi Hilmars þverbrotin og þeir íhugi næstu skref. „Hingað til þrátt fyrir mikla biðlund hefur ekki tekist að koma honum heim til sín og maður spyr sig hvort það þurfi að leita til dómstóla til að fá viðunandi niðurstöðu,“ segir Flóki að lokum. Uppfært 4.1 2022 Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna málsins samdægurs og var tjáð að svör bærust síðar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í dag þann 4. janúar að svara ekki fyrirspurn fréttastofu vegna málsins á grundvelli þess að um einstaka mál sé að ræða og hún hafi því ekki leyfi til að tjá sig.
Félagsmál Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00
Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00