Heyrnarlaus skólastjóri Hlíðaskóla lætur ekkert stoppa sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Berglind Stefánsdóttir skólastjóri Hlíðaskóla starfar með Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki sem raddtúlkar fyrir hana. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast. Nemendur Hlíðaskóla eru um 560 í fyrsta til tíunda bekk. Auk almennra deilda fyrir nemendur með eðlilega heyrn er sérdeild fyrir heyrnarlausa við skólann þar sem níu nemendur stunda nám. Á síðasta ári var auglýst eftir nýjum skólastjóra og sóttu níu manns um. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar réð Berglindi Stefánsdóttur sem hafði verið skólastjóri í Lýðháskóla í Noregi og áður í Vesturhlíðaskóla sem var skóli fyrir heyrnalaus börn. Berglind sem er heyrnalaus segist hafa verið undrandi þegar hún fékk starfið. „Þarna var ekki verið að horfa á mig út frá heyrn heldur hver mín reynsla er og hvað ég get gefið inn í þetta starf. Þess vegna er ég ráðin. Mér finnst Skóla-og frístundasvið eiga hrós skilið fyrir að hafa hugrekki til að ráða mig. Ég var mjög hissa á að ég fengi starfið,“ segir Berglind. Talar öðruvísi þegar hún túlkar fyrir Berglindi Röddin hennar Berglindar kemur frá Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki sem fylgir henni vel flesta daga í starfinu. Aðspurð um hvað fari í gegnum huga sinn þegar hún túlkar svarar Margrét: „Það fer ekkert í gegnum hausinn á mér því ég er að hlusta á einhvern tala og um leið þá er ég að táknmálstúlka þannig að hausinn er bara á fullu að þýða.“ En hefur Margrét lent í að fólk komi og eigi fund með Berglindi og finnist svo óþægilegt að hitta hana líka á staðnum.“ „ Nei í raun ekki,“ svarar Margrét. Berglind segir að öll samskipti hafi gengið vel þrátt fyrir að hún tjái sig með öðrum hætti en flestir í skólanum. „Mér finnst samskiptin ganga mjög vel, ég er eiginlega alltaf með túlk. Ég get lesið af vörum. Svo eru samskipti í dag mikið í gegnum tölvupósta. Kannski brá fólk fyrst í brún að fá heyrnalausan skólastjóra en það hefur gengið óskaplega vel. Skrifstofan er náttúrulega alltaf opin og hingað er starfsfólk alltaf velkomið og kemur hingað,“ segir hún. Þær Berglind og Margrét hafa unnið saman lengi en þær hófu samstarf þegar Berglind var skólastjóri í Vesturhlíðaskóla árið 1996.Vísir/Sigurjón Margrét táknmálstúlkur segir Berglindi eiga sína eigin rödd hjá sér. „Ég er ekki sama röddin þegar ég er að raddtúlka fyrir Berglindi og þegar ég tala sjálf. Það tók mig svolítinn tíma fyrstu vikurnar að klæða mig úr Berglindi og verða aftur Margrét. Margrét Baldursdóttir er ekki með svona ljúfa rödd. Berglind er svoleiðis.,“ segir hún og hlær. Faraldurinn mesta áskorunin Berglind segir kórónuveirufaraldurinn stærstu áskorunina síðan hún hóf störf í Hlíðaskóla. „Þetta er búið að vera gríðarlegt álag. Við höfum þurft að hólfa mikið og fylgt breyttum fyrirmælum þannig en allt starfsfólkið er orðið þreytt og við stjórnendur líka. Það reyna allir að gera sitt besta. Stjórnendarteymið er afskaplega gott hér innanhúss svoleiðis að við vinnum öll saman að lausn þessara vandamála. Það sama má segja um kennarahópinn,“ segir Berglind. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið.Vísir/Sigurjón „Það hefur bara gengið mjög vel hún er mjög dugleg að lesa af vörum og ef maður bara passar að horfa á hana. Þá hlustar hún alveg á mann og skilur. Maður gleymir því alveg stundum að hún er heyrnalaus. Ég upplifi bara að nemendur séu jákvæðir og þau spyrja oft hvernig býð ég góðan dag. Þau voru líka fljót að fatta að ef þau horfa á hana þegar þau tala þá les hún af vörum,“ segir Ragnheiður. Berglind segir að hún hafi alltaf verið ákveðin í að láta heyrnaleysið ekki aftra sér og hefur m.a. sinnt formennsku hjá Norðurlandaráði heyrnalausra, í Félagi heyrnalausra og Evrópuráði heyrnalausra. „Ég læt ekkert stoppa mig. Ef mig langar til að gera eitthvað held ég ótrauð áfram,“ segir Berglind að lokum. Reykjavík Félagsmál Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Táknmál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Nemendur Hlíðaskóla eru um 560 í fyrsta til tíunda bekk. Auk almennra deilda fyrir nemendur með eðlilega heyrn er sérdeild fyrir heyrnarlausa við skólann þar sem níu nemendur stunda nám. Á síðasta ári var auglýst eftir nýjum skólastjóra og sóttu níu manns um. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar réð Berglindi Stefánsdóttur sem hafði verið skólastjóri í Lýðháskóla í Noregi og áður í Vesturhlíðaskóla sem var skóli fyrir heyrnalaus börn. Berglind sem er heyrnalaus segist hafa verið undrandi þegar hún fékk starfið. „Þarna var ekki verið að horfa á mig út frá heyrn heldur hver mín reynsla er og hvað ég get gefið inn í þetta starf. Þess vegna er ég ráðin. Mér finnst Skóla-og frístundasvið eiga hrós skilið fyrir að hafa hugrekki til að ráða mig. Ég var mjög hissa á að ég fengi starfið,“ segir Berglind. Talar öðruvísi þegar hún túlkar fyrir Berglindi Röddin hennar Berglindar kemur frá Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki sem fylgir henni vel flesta daga í starfinu. Aðspurð um hvað fari í gegnum huga sinn þegar hún túlkar svarar Margrét: „Það fer ekkert í gegnum hausinn á mér því ég er að hlusta á einhvern tala og um leið þá er ég að táknmálstúlka þannig að hausinn er bara á fullu að þýða.“ En hefur Margrét lent í að fólk komi og eigi fund með Berglindi og finnist svo óþægilegt að hitta hana líka á staðnum.“ „ Nei í raun ekki,“ svarar Margrét. Berglind segir að öll samskipti hafi gengið vel þrátt fyrir að hún tjái sig með öðrum hætti en flestir í skólanum. „Mér finnst samskiptin ganga mjög vel, ég er eiginlega alltaf með túlk. Ég get lesið af vörum. Svo eru samskipti í dag mikið í gegnum tölvupósta. Kannski brá fólk fyrst í brún að fá heyrnalausan skólastjóra en það hefur gengið óskaplega vel. Skrifstofan er náttúrulega alltaf opin og hingað er starfsfólk alltaf velkomið og kemur hingað,“ segir hún. Þær Berglind og Margrét hafa unnið saman lengi en þær hófu samstarf þegar Berglind var skólastjóri í Vesturhlíðaskóla árið 1996.Vísir/Sigurjón Margrét táknmálstúlkur segir Berglindi eiga sína eigin rödd hjá sér. „Ég er ekki sama röddin þegar ég er að raddtúlka fyrir Berglindi og þegar ég tala sjálf. Það tók mig svolítinn tíma fyrstu vikurnar að klæða mig úr Berglindi og verða aftur Margrét. Margrét Baldursdóttir er ekki með svona ljúfa rödd. Berglind er svoleiðis.,“ segir hún og hlær. Faraldurinn mesta áskorunin Berglind segir kórónuveirufaraldurinn stærstu áskorunina síðan hún hóf störf í Hlíðaskóla. „Þetta er búið að vera gríðarlegt álag. Við höfum þurft að hólfa mikið og fylgt breyttum fyrirmælum þannig en allt starfsfólkið er orðið þreytt og við stjórnendur líka. Það reyna allir að gera sitt besta. Stjórnendarteymið er afskaplega gott hér innanhúss svoleiðis að við vinnum öll saman að lausn þessara vandamála. Það sama má segja um kennarahópinn,“ segir Berglind. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið. Ragnheiður Sigmarsdóttir skrifstofustjóri Hlíðaskóla tekur undir með skólastjóranum um að vel hafi gengið.Vísir/Sigurjón „Það hefur bara gengið mjög vel hún er mjög dugleg að lesa af vörum og ef maður bara passar að horfa á hana. Þá hlustar hún alveg á mann og skilur. Maður gleymir því alveg stundum að hún er heyrnalaus. Ég upplifi bara að nemendur séu jákvæðir og þau spyrja oft hvernig býð ég góðan dag. Þau voru líka fljót að fatta að ef þau horfa á hana þegar þau tala þá les hún af vörum,“ segir Ragnheiður. Berglind segir að hún hafi alltaf verið ákveðin í að láta heyrnaleysið ekki aftra sér og hefur m.a. sinnt formennsku hjá Norðurlandaráði heyrnalausra, í Félagi heyrnalausra og Evrópuráði heyrnalausra. „Ég læt ekkert stoppa mig. Ef mig langar til að gera eitthvað held ég ótrauð áfram,“ segir Berglind að lokum.
Reykjavík Félagsmál Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Táknmál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira