Ný veitingahús sitja í súpunni Þorgeir Helgason skrifar 25. janúar 2022 20:30 Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Alþingi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun