Hugleiðingar um vald, femínisma og feðraveldi Martha Árnadóttir skrifar 28. janúar 2022 20:00 Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun