Átta staðreyndir um leikskólana í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 31. janúar 2022 12:30 Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun